mánudagur, maí 15, 2006

Svei mér ef það er ekki komið sumar. Það er a.m.k. komið sumar í mínu lífi; Hugleikur slúttaði vetrarstarfinu á föstudaginn og ég tók síðasta prófið mitt (Hljómfræði II) í morgun. Lítur líka út fyrir að ég hafi náð ef marka má kennarann sem renndi augum yfir prófið. Ég fæ betur úr því skorið í kvöld eða á morgun.

Þannig að: skyldur allar á bak og burt og mér ekkert að vanbúnaði að klára að taka til á heimili mínu (stend í umbótum og breytingum.) Tók endanlegt geðvonskukast síðasta laugardag á ljósakrónuna í stofunni sem ég hef hatað frá því hún var keypt, fór og verslaði nýja og henti upp. Sjaldan spandera eins litlum tíma og orku í eins þarft verk. Má bjóða einhverjum notaða ljósakrónu í góðu ásigkomulagi? Næst á dagskrá: bókahillur í svefnherbergið. Er að spá í að smíða þær sjálf. Er hugsanlega sturlast af óvenju miklum tíma milli handanna.

Já og tónleikarnir í gær gengu bara ágætlega. Mamma og pabbi mættu með Gísla Hrafn sem hélt fyrir eyrun á meðan frænka hans söng. Kann hún honum mikla þökk fyrir.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, ég spurði hann hvernig hafði verið, að sjá afa spila á harmoniku og Ástu frænku að syngja. Hann tilkynnti mér að honum hafi leiðst að horfa á afa spila því "ég átti bara að sitja og sitja sitja" en svo lék hann fyrir mig þegar Ásta frænka söng. Stóð með lokuð augun, hallaði höfðinu aftur og tónaði eitthvað.
Ásta, hvaðan fær barnið þessi leiktilþrif? Hmm...
JYJ

SS sagði...

Hvað er að gerast með fontana á síðunni? Svona lítur þetta út í öllum vélum sem ég kem nálægt!

vei mér ef það er ekki komið sumar. Það er a.m.k. komið sumar à mà nu là fi; Hugleikur slúttaði vetrarstarfinu á föstudaginn og ég tók sà ðasta prófið mitt (Hljómfræði II) à morgun. Là tur là ka út fyrir að ég hafi náð ef marka má kennarann sem renndi augum yfir prófið. Ég fæ betur úr þvà skorið à kvöld eða á morgun.

Ásta sagði...

Nú veit ég ekki. Það lítur allt eðlilega út hjá mér.