þriðjudagur, maí 30, 2006

Mig langar svo í nýtt hjól. Ég hef átt þrjú hjól um ævina (fjögur með þríhjóli) - og það síðasta fékk ég þegar ég var 13 ára. Glæsilegur hvítur fákur með þremur gírum sem fyrir löngu genginn til feðra sinna. Ég sakna þess að eiga ekki hjól - ég og hjól pössuðum saman eins og flís við rass. Ég var alltaf nokkuð óheppið barn og gjörn á að missa undan mér fæturna við bestu skilyrði - held að hnén hafi fyrst gróið almennilega um fermingu - en þegar ég hjólaði var jafnvægið fullkomið, valdið ótvírætt og þrótturinn óendanlegur.

Þau eru bara svo fjandi dýr. Þannig að ... veit einhver hvar er best að leita að hjólum - notuðum jafnvel - sem eru sterk og endingargóð og kosta undir 20. þúsundum?

8 ummæli:

fangor sagði...

þú´rétt misstir af lögrlegluuppboðinu, þar má gera kjarakaup á hjólum. hagkaup eru að selja hjól á ca.tuttugu þúsund. europris líka að mér skilst.

Ásta sagði...

Á hverju ári ætla ég að mæta á lögregluuppboðið og á hverju ári man ég eftir þegar sagt er frá því í fréttatímanum. Maður hefði haldið að ég tæki eftir undirbúningnum þar sem þetta fer allt fram í portinu hérna á bakvið mig (í vinnunni.) Spurningin er svo hvort hjólin í Hagkaup og Europris muni endast út sumarið.

Siggadis sagði...

Við fórum á uppboðið þetta árið í þeim tilgangi að fjárfesta í tvírenningi fyrir stækkandi rassinn á húsfrúnni - en eftir hálftíma viðveru þar snéri ég við... það er ekki sneddý að bjóða 10-20 þúsund í hjól sem þú hefur engin tök á að skoða fyrir uppboðið. Þarna voru þeir að draga fram hjól sem voru með t.d. fast afturdekkið, lyftu upp og 15 sek. seinna var einhver búin að bjóða fimmtánþúsund í þetta ryðdrasl... svo ég mæli persónulega ekki með því :/ ... er ekki bara að skoða auglýsingar eða auglýsa frítt á mbl.is?

Siggalára sagði...

Ég var einmitt að spekúlera í að fjárfesta í hjóltík sem var auglýst til sölu í Europris. Kostaði reyndar einhvern 20.000 kall, en var gamaldax og kellingalegt í laginu og með fótbremsu. Ég kann ekkert á svona nýmóðins dót.

En þar sem ég ætla eiginlega ekkert að vera í höfuðborginni fyrr en í ágúst huxa ég að ég láti fjárfestinguna bíða haustsins. Hef trú á að þá séu útsölur á slíku.

Ásta sagði...

Ég vil geta notað hjólið eitthvað áður en ég fæ leið á því og freistast til að nota bílinn alltaf. Sé það ekki gerast í haust.

Anna Begga sagði...

ég keypti mitt 18 þúsund króna hjól í Hvelli.. voða fínt hjól..

Ásta sagði...

Ég skoðaði það - sölumaðurinn lagði svo mikla áherlu á að það væri ekki nógu sterkt og ekki með dempurum að ég lét sannfærast um að kaup það ekki.

Nafnlaus sagði...

Keyptu þér hjól hjá Wal-Mart í gegnum ShopUSA. Mongoose hjól á 100 dollara.