fimmtudagur, nóvember 19, 2009
Er ekki fínt að koma með nýja færslu á mánaðar fresti? Held mér takist samt að vera með afskastameiri bloggurum miðað við þróunina sem orðið hefur eftir að Facebook tók yfir lífi Íslendinga.
Sem er gott og blessað. Ekki þýðir mikið að slást við þróunina.
Þannig að ég bauð bara Kötu og Auði heim í sushi og meððí á þriðjudagskvöldi. Það mældist afskaplega vel fyrir.
Við Kata vorum að torga næstsíðustu bitnum áðan (enn 9 eftir). Ennþá jafn gómsætir.
Hamingja er sushi og góður félagsskapur.
Sem er gott og blessað. Ekki þýðir mikið að slást við þróunina.
Þannig að ég bauð bara Kötu og Auði heim í sushi og meððí á þriðjudagskvöldi. Það mældist afskaplega vel fyrir.
Við Kata vorum að torga næstsíðustu bitnum áðan (enn 9 eftir). Ennþá jafn gómsætir.
Hamingja er sushi og góður félagsskapur.
þriðjudagur, október 13, 2009
Hvað er svo í gangi núna? Skyldi Mangi trúa? Það er auðvitað fullt í gangi. Nema hvað.
Margt smátt endaði farsællega - þrefalt húrra fyrir því. Mér tekst enn að sneiða framhjá svínaflensu svo og öðrum pestum. Ánægjuefni. Er að tækla einleikjanámskeið hjá Hugleik þessa dagana og það er ekkert nema gaman. Afraksturinn verður sýndur 1. nóvember. Svo ætlum við Júlía, Siggi og Tóró að skrifa heilt leikrit um rokkhljómsveitir og Hugleikur ætlar að setja það upp. Það er auðvitað lang skemmtilegast. Já og New York um jólin.
Framtíðin bara býsna björt. Sem er kannski írónískt í ljósi titils þessa bloggs. Talandi um heimsendi - þótt ég viti mæta vel að 21. desember árið 2012 verið tíðindalítill (fyrir utan tilraunir mínar til að ná mér eftir epískt fyllerí fertugsafmælisins þann tuttugasta) og ber frekar dempaðar væntingar til gæða stórslysamynda yfirleitt (og Roland Emmerich mynda sérstaklega) er ég nokkuð spennt fyrir 2012:
Eyðing heimsins og Adam Lambert. Held það sé ekki til betri samsetning með poppkorninu :D
Margt smátt endaði farsællega - þrefalt húrra fyrir því. Mér tekst enn að sneiða framhjá svínaflensu svo og öðrum pestum. Ánægjuefni. Er að tækla einleikjanámskeið hjá Hugleik þessa dagana og það er ekkert nema gaman. Afraksturinn verður sýndur 1. nóvember. Svo ætlum við Júlía, Siggi og Tóró að skrifa heilt leikrit um rokkhljómsveitir og Hugleikur ætlar að setja það upp. Það er auðvitað lang skemmtilegast. Já og New York um jólin.
Framtíðin bara býsna björt. Sem er kannski írónískt í ljósi titils þessa bloggs. Talandi um heimsendi - þótt ég viti mæta vel að 21. desember árið 2012 verið tíðindalítill (fyrir utan tilraunir mínar til að ná mér eftir epískt fyllerí fertugsafmælisins þann tuttugasta) og ber frekar dempaðar væntingar til gæða stórslysamynda yfirleitt (og Roland Emmerich mynda sérstaklega) er ég nokkuð spennt fyrir 2012:
Eyðing heimsins og Adam Lambert. Held það sé ekki til betri samsetning með poppkorninu :D
föstudagur, október 02, 2009
Ég var eitthvað að tuða yfir Kiljunni í föstudagskaffinu hér í vinnunni og þótti yfirmanninum lítið til skoðanna minna koma. Hann stakk upp á því ég væri bara með minn eigin bókmenntaþátt fyrst ég þættist vita svona mikið um málið.
Lítið mál að redda því.
Næsta sunnudag á Rás 1 ...
Ástarsögur af rithöfundum
Ástarsambönd rithöfunda hafa oft fengið á sig ævintýralegan blæ og sambönd para á borð við Mary og Percy Shelley, Sylviu Plath og Ted Hughes, Simone deBeauvoir og Jean Paul Sartre hafa ekki fengið minni athygli en bókmenntaverk þeirra. Samböndin hafa oft verið sviðsett af pörunum sjálfum þannig að svo virðist sem um óumflýjanleg örlög snillinga hafi verið að ræða og aðrir hafa tekið upp þráðinn og haldið áfram að bæta við mýtuna. Í tveimur þáttum halda Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir þeim spuna áfram og fjalla um samskipti slíkra rithöfundapara og hvort verk þeirra endurspegli mögulega samkeppnina á ritvellinum, baráttu kynjanna, togstreitu innan heimilisins og óhefðbundið hjónalíf sem einkennir stundum sambönd rithöfunda.
Auk fyrrgreindra para verður m.a. fjallað um áströlsku hjónin Vance og Netty Palmer, glæpasagnahöfundana Faye og Jonathan Kellerman, auk vísindaskáldsagnahöfundanna Judith Merril og Frederick Pohl, A.E. Jones og Homer Nearing, Kate Wilhelm og Damon Knight.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
1. þáttur.
Flutt: sunnudagur 4. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 7. október 2009 kl. 20.30
2. þáttur.
Flutt: sunnudagur 11. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 14. október 2009 kl. 20.30
Lítið mál að redda því.
Næsta sunnudag á Rás 1 ...
Ástarsögur af rithöfundum
Ástarsambönd rithöfunda hafa oft fengið á sig ævintýralegan blæ og sambönd para á borð við Mary og Percy Shelley, Sylviu Plath og Ted Hughes, Simone deBeauvoir og Jean Paul Sartre hafa ekki fengið minni athygli en bókmenntaverk þeirra. Samböndin hafa oft verið sviðsett af pörunum sjálfum þannig að svo virðist sem um óumflýjanleg örlög snillinga hafi verið að ræða og aðrir hafa tekið upp þráðinn og haldið áfram að bæta við mýtuna. Í tveimur þáttum halda Ásta Gísladóttir og Auður Aðalsteinsdóttir þeim spuna áfram og fjalla um samskipti slíkra rithöfundapara og hvort verk þeirra endurspegli mögulega samkeppnina á ritvellinum, baráttu kynjanna, togstreitu innan heimilisins og óhefðbundið hjónalíf sem einkennir stundum sambönd rithöfunda.
Auk fyrrgreindra para verður m.a. fjallað um áströlsku hjónin Vance og Netty Palmer, glæpasagnahöfundana Faye og Jonathan Kellerman, auk vísindaskáldsagnahöfundanna Judith Merril og Frederick Pohl, A.E. Jones og Homer Nearing, Kate Wilhelm og Damon Knight.
Umsjón: Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta Gísladóttir
1. þáttur.
Flutt: sunnudagur 4. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 7. október 2009 kl. 20.30
2. þáttur.
Flutt: sunnudagur 11. okt. 2009 kl. 10.15.
Endurflutt: 14. október 2009 kl. 20.30
miðvikudagur, ágúst 26, 2009
Það kannast allir við pýramídasvikamyllur. Þær falla saman þegar allir eru farnir að frétta af þeim.
Það sama á við um hið týpíska góðæri. Þegar sauðsvartur almúginn (það er þú og ég lesandi góður) heldur að hann geti hagnast á því - með gjaldeyrislánum og hvaðeina vitleysu - er það þá þegar búið.
Bara muna það næst.
Þessi viskusteinn er soldið seinn að fatta og er í boði manna sem heita Hannes.
Það sama á við um hið týpíska góðæri. Þegar sauðsvartur almúginn (það er þú og ég lesandi góður) heldur að hann geti hagnast á því - með gjaldeyrislánum og hvaðeina vitleysu - er það þá þegar búið.
Bara muna það næst.
Þessi viskusteinn er soldið seinn að fatta og er í boði manna sem heita Hannes.
þriðjudagur, júlí 28, 2009
Það ku vera algengur síðsumarkvilli að fá skyndilegi ógeð á heimili manns og langa til að gera stórfelldar breytingar á því. Að öðrum kosti flytja eða kveikja í.
Ég geri mér grein fyrir að í þessu árferði á hver einasta Íslandsmús að vera sátt með sitt og ekki spreða á 2007-íska vísu. Að maður tali nú ekki um þegar maður er nýbúinn að standa í rándýrum tannviðgerðum sem holuðu allt að innan sem talist gat heimilsfjárhagur. Engu að síður - ég þrái nýtt og betra eldhús. Síðasta haust venti ég kvæði í kross og keypti mér fyrsta sófann. Er ennþá í skýjunum yfir þeim kostakaupum enda hefur þessi sami sófi hækkað um sléttar 60% síðan þá.
Mig langar líka í uppþvottavél. Ég hef aldrei átt svoleiðis en skylst að fólki þyki slíkt hið mesta þarfaþing. Ég hef vaskað upp í höndunum fyrir lífstíð. Þetta kallar auðvitað á einhvers konar lán eða sparnaðarúttekt en þegar mér verður hugsað til sælutilfinningarinnar sem sófinn gefur mér og ber hana saman við ógleðina sem eldhúsið vekur er þetta eiginlega nó breiner.
(Einhverjir gætu haldið því fram að þessi reglubundna framkvæmdaþrá væri yfirfærsla einhvers óskilgreinds lífsleiða en ég hef kosið að hunsa þá sálgreinigarleið algjörlega - eða þangað til eldhúsið er tilbúð)
Ok - ný réttlæting:
P.S. ÉG Á SKILIÐ NÝTT ELDHÚS ÞVÍ ÉG KLÁRAÐI MASTERSRITGERÐINA!
P.P.S. Tvær gríðarlega vel skissaðar tillögur að breytingum:
Ég geri mér grein fyrir að í þessu árferði á hver einasta Íslandsmús að vera sátt með sitt og ekki spreða á 2007-íska vísu. Að maður tali nú ekki um þegar maður er nýbúinn að standa í rándýrum tannviðgerðum sem holuðu allt að innan sem talist gat heimilsfjárhagur. Engu að síður - ég þrái nýtt og betra eldhús. Síðasta haust venti ég kvæði í kross og keypti mér fyrsta sófann. Er ennþá í skýjunum yfir þeim kostakaupum enda hefur þessi sami sófi hækkað um sléttar 60% síðan þá.
Mig langar líka í uppþvottavél. Ég hef aldrei átt svoleiðis en skylst að fólki þyki slíkt hið mesta þarfaþing. Ég hef vaskað upp í höndunum fyrir lífstíð. Þetta kallar auðvitað á einhvers konar lán eða sparnaðarúttekt en þegar mér verður hugsað til sælutilfinningarinnar sem sófinn gefur mér og ber hana saman við ógleðina sem eldhúsið vekur er þetta eiginlega nó breiner.
(Einhverjir gætu haldið því fram að þessi reglubundna framkvæmdaþrá væri yfirfærsla einhvers óskilgreinds lífsleiða en ég hef kosið að hunsa þá sálgreinigarleið algjörlega - eða þangað til eldhúsið er tilbúð)
Ok - ný réttlæting:
P.S. ÉG Á SKILIÐ NÝTT ELDHÚS ÞVÍ ÉG KLÁRAÐI MASTERSRITGERÐINA!
P.P.S. Tvær gríðarlega vel skissaðar tillögur að breytingum:
mánudagur, júlí 06, 2009
Ég held að Móri sé búinn að ákveða að vera innköttur. Honum finnst þetta "úti" ágætlega spennandi og í gær eyddi hann dágóðum tíma þar. Borðaði fullt af grasi. Gubbaði því á eldhúsgólfið. Í dag skildi ég eftir opið út á meðan ég fór út með ruslið og hann sýndi enga tilburði til að fara nokkuð. Lúrir núna á peysunum mínum og virðist svakalega sáttur við lífið. Ég er þá ekki að neyða hann til neins.
Er heldur ekki að neyða sjálfa mig til neins. Nýt þess bara að hanga heima og hafa engin verkefni ókláruð hangandi yfir hausnum. Fólk er sífellt að spyrja mig hvenær ég fer í frí en mér er eiginlega alveg sama. Þetta er hið raunverulega frí. Áhyggju- og stresslausir dagar. Skiptir þá engu þótt ég eyði helmingnum af þeim tíma í vinnunni. Ég er alveg jafn áhyggju- og stresslaus þar. Það er skelfilega rólegt í Reykjavík þessa dagana. Svo margir annað hvort í ferðalögum, á Egilsstöðum eða í barneiginum. Nú þegar ég hef loksins samvisku til að hitta fólk eru flestir farnir og restin sennilega búina að gleyma tilvist minni. Ef einhver les þetta: Halló! Ég heiti Ásta og býð í heimsókn nótt sem nýtan dag (vantar góða afsökun fyrir allshera tiltekt)!
Halldór og fjölskylda eru nú flutt aftur heim frá Danmörku en samt soldið eins og þau hafi flutt út aftur því framvegis munu þau búa í Vestmannaeyjum. Nokkurn veginn jafn dýrt að fljúga þangað en gengið er vísu aðeins hagstæðara.
Er heldur ekki að neyða sjálfa mig til neins. Nýt þess bara að hanga heima og hafa engin verkefni ókláruð hangandi yfir hausnum. Fólk er sífellt að spyrja mig hvenær ég fer í frí en mér er eiginlega alveg sama. Þetta er hið raunverulega frí. Áhyggju- og stresslausir dagar. Skiptir þá engu þótt ég eyði helmingnum af þeim tíma í vinnunni. Ég er alveg jafn áhyggju- og stresslaus þar. Það er skelfilega rólegt í Reykjavík þessa dagana. Svo margir annað hvort í ferðalögum, á Egilsstöðum eða í barneiginum. Nú þegar ég hef loksins samvisku til að hitta fólk eru flestir farnir og restin sennilega búina að gleyma tilvist minni. Ef einhver les þetta: Halló! Ég heiti Ásta og býð í heimsókn nótt sem nýtan dag (vantar góða afsökun fyrir allshera tiltekt)!
Halldór og fjölskylda eru nú flutt aftur heim frá Danmörku en samt soldið eins og þau hafi flutt út aftur því framvegis munu þau búa í Vestmannaeyjum. Nokkurn veginn jafn dýrt að fljúga þangað en gengið er vísu aðeins hagstæðara.
fimmtudagur, júní 11, 2009
Á morgun held ég norður í öndvegi íslenskra dala og þykist vera leikritaskáld í 10 daga. Það verður eflaust erfitt og gaman - alveg eins og í fyrra. Nema núna þarf ég galdra fram leikrit í fullri lengd *gúlp*
Á sama tíma rembust við Auður við að klára útvarpsþátt nr. 2 - hann verður tekinn upp í fyrramálið og er svo gott sem tilbúinn (og upplýsingar um þættina má nálgast hér). Þannig að það er allt á réttu róli. Nema hvað ég er ekki komin með pössun fyrir Móra litla. Hann er - ennþá a.m.k. - bara inniköttur og alltof lítill í sér til að ég vilji skilja hann einan eftir í íbúðinni (nágranni er búinn að bjóðast til líta eftir honum). Og ég get ekki séð að það sé betri lausn að loka hann inni í búri í Kattholti og borga fyrir það fúlgu fjár. Það er bara meira en að segja það að biðja fólk um að taka ókunnan og snaróðan kettling inn á heimilið. Hann er reyndar ofboðslega kelinn og góður - nema þegar ég hef verið mikið í burtu. Þá ertu tekin æðiskost um íbúðina og vei því sem verður á hans vegi. Rafmagnssnúrur fá sérstaklega að kenna á því. Núna á stuttu tíma er ég búin að tapa handfrjálsabúnaðinum fyrir símann, hleðslutækinu, flakkaranum og heimasímanum í kattarginið. Allt þunnar snúrur eða tengt þunnum snúrum sem liggja nú í bútum. Ég þarf greinilega annað hvort að fara að vera meira heima eða hleypa honum út svo hann geti étið mýs og spörfugla. Svona áður en hann verður nógu stór til að ráða við almennilegar snúrur með almennilegu rafmagni.
Á sama tíma rembust við Auður við að klára útvarpsþátt nr. 2 - hann verður tekinn upp í fyrramálið og er svo gott sem tilbúinn (og upplýsingar um þættina má nálgast hér). Þannig að það er allt á réttu róli. Nema hvað ég er ekki komin með pössun fyrir Móra litla. Hann er - ennþá a.m.k. - bara inniköttur og alltof lítill í sér til að ég vilji skilja hann einan eftir í íbúðinni (nágranni er búinn að bjóðast til líta eftir honum). Og ég get ekki séð að það sé betri lausn að loka hann inni í búri í Kattholti og borga fyrir það fúlgu fjár. Það er bara meira en að segja það að biðja fólk um að taka ókunnan og snaróðan kettling inn á heimilið. Hann er reyndar ofboðslega kelinn og góður - nema þegar ég hef verið mikið í burtu. Þá ertu tekin æðiskost um íbúðina og vei því sem verður á hans vegi. Rafmagnssnúrur fá sérstaklega að kenna á því. Núna á stuttu tíma er ég búin að tapa handfrjálsabúnaðinum fyrir símann, hleðslutækinu, flakkaranum og heimasímanum í kattarginið. Allt þunnar snúrur eða tengt þunnum snúrum sem liggja nú í bútum. Ég þarf greinilega annað hvort að fara að vera meira heima eða hleypa honum út svo hann geti étið mýs og spörfugla. Svona áður en hann verður nógu stór til að ráða við almennilegar snúrur með almennilegu rafmagni.
miðvikudagur, maí 13, 2009
Þá er bara komið að því. Síðasti atriðið á dagskrá. Tónheyrn, píanópróf, söngpróf og mastersritgerð í höfn og aðeins frumsýningin eftir. Næsta föstudag. Ca. 20 vansvefta leikarar og 7 hljóðfæraleikarar stíga á stokk og flytja (endur)frumsaminn söngleik eftir hugleikskri uppskrift. Sjá nánar hér.
HUGLEIKUR FRUMSÝNIR Ó, ÞÚ AFTUR
Hugleikur frumsýnir "Ó, þú aftur" eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins föstudaginn 15. maí kl. 20.
Að hugleikskum sið leikur tónlist stórt hlutverk í sýningunni, en höfundar hennar eru Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Eggert Hilmarsson, Sævar Sigurgeirsson og Oddur Bjarni Þorkelsson.
Klassísk ástarsaga
Um er að ræða klassíska ástarsögu sem byggir á persónum og stefjum úr "Pilti og stúlku" eftir Jón Thoroddsen. Ungu elskendurnir Sigríður og Indriði verða ástfangin í sveitinni og einsetja sér að hittast í borginni að lokinni sláturtíð. Það gengur hins vegar ekki áreynslulaust fyrir sig, því þegar til borgarinnar er komið er svo ótal margt sem glepur, s.s. fjöldamótmæli, vængstífðir hrafnar, framandi skemmtistaðir, kynleg grös og alls kyns ólifnaður. Auk þess hefur önnur sveitastúlka, Gróa, augastað á Indriða og gerir allt til þess að koma í veg fyrir að ástfangna parið nái saman. Í örvæntingu sinni heldur Sigríður til Danmerkur til að hjúkra gömlum íslenskum presti meðan Indriði fer á sjóinn þess fullviss að hann finni aldrei stúlkuna sína aftur.
Miðasalan er í höndum Þjóðleikhússins á vefnum: www.leikhusid.is og í síma: 551-1200.
Sýningarplan:
1. Frumsýning föstudaginn 15. maí kl. 20 - UPPSELT
2. sýning sunnudaginn 17. maí kl. 20
3. sýning miðvikudaginn 20. maí kl. 20
4. sýning föstudaginn 22. maí kl. 20
5. sýning sunnudaginn 24. maí kl. 20
6. sýning miðvikudaginn 27. maí kl. 20
7. sýning fimmtudaginn 28. maí kl. 20
8. sýning föstudaginn 29. maí kl. 20 - LOKASÝNING
HUGLEIKUR FRUMSÝNIR Ó, ÞÚ AFTUR
Hugleikur frumsýnir "Ó, þú aftur" eftir Ingibjörgu Hjartardóttur, Sigrúnu Óskarsdóttir og Unni Guttormsdóttur í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins föstudaginn 15. maí kl. 20.
Að hugleikskum sið leikur tónlist stórt hlutverk í sýningunni, en höfundar hennar eru Ljótu hálfvitarnir Þorgeir Tryggvason, Eggert Hilmarsson, Sævar Sigurgeirsson og Oddur Bjarni Þorkelsson.
Klassísk ástarsaga
Um er að ræða klassíska ástarsögu sem byggir á persónum og stefjum úr "Pilti og stúlku" eftir Jón Thoroddsen. Ungu elskendurnir Sigríður og Indriði verða ástfangin í sveitinni og einsetja sér að hittast í borginni að lokinni sláturtíð. Það gengur hins vegar ekki áreynslulaust fyrir sig, því þegar til borgarinnar er komið er svo ótal margt sem glepur, s.s. fjöldamótmæli, vængstífðir hrafnar, framandi skemmtistaðir, kynleg grös og alls kyns ólifnaður. Auk þess hefur önnur sveitastúlka, Gróa, augastað á Indriða og gerir allt til þess að koma í veg fyrir að ástfangna parið nái saman. Í örvæntingu sinni heldur Sigríður til Danmerkur til að hjúkra gömlum íslenskum presti meðan Indriði fer á sjóinn þess fullviss að hann finni aldrei stúlkuna sína aftur.
Miðasalan er í höndum Þjóðleikhússins á vefnum: www.leikhusid.is og í síma: 551-1200.
Sýningarplan:
1. Frumsýning föstudaginn 15. maí kl. 20 - UPPSELT
2. sýning sunnudaginn 17. maí kl. 20
3. sýning miðvikudaginn 20. maí kl. 20
4. sýning föstudaginn 22. maí kl. 20
5. sýning sunnudaginn 24. maí kl. 20
6. sýning miðvikudaginn 27. maí kl. 20
7. sýning fimmtudaginn 28. maí kl. 20
8. sýning föstudaginn 29. maí kl. 20 - LOKASÝNING
miðvikudagur, apríl 29, 2009
Mitt í allri geðveikinni gerðist eitthvað óhugsandi. Ég hætti að horfa á sjónvarp. Allir mínir uppáhaldsþættir hafa smám saman dottið út af skylduáhorfslistanum og nú er eiginlega bara einn eftir: American Idol. Enda með öllum önnunum er það fullt starf að fylgjast með þeirri maskínu sem þessi eini þáttur er. Sýndur tvisvar í vikur (og hægt að horfa í "real time" á netinu ef maður veit hvar á að leita) og svo endalaust magn af spekúlasjónum, samsæriskenningum og hysteríu. En vel þess virði:
Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
Þegar ritgerð hefur verið skilað og leikrit frumsýnt dett ég sennilega í gamla horfið og fer að glápa á sjónvarp eins og eðlileg manneskja. Þá verður hvor eð er búið að krýna þennan sigurvegara.
sunnudagur, apríl 26, 2009
Apríl varð semsagt mánuður geðstropsins. Fékk mitt fyrsta almennilega taugaáfall - það entist að vísu aðeins í einn dag og virtist landlægt. Var einn þriðjudaginn stödd í herbergi með þremur öðrum manneskjum sem höfðu allar einnig farið á taugum daginn áður. Spes.
Einhvern veginn er þetta að smella saman á lokasprettinum en getur seint talist ánægjulegt. Tónheyrnarprófið gekk að vísu vel, fékk 8,25 sem í mínum heimi telst bara ansi gott. Píanóprófið gekk svona lala, spilaði lögin nokkurn veginn klakklaust en tónstigarnir fór allir út um þúfur. Hef ekki hugmynd um einkunnina og er eiginlega alveg sama. Ætlaði mér hvort eð er aldei meira en að klára þetta grunnstig. Söngprófið er á morgun og ætti að verða sársaukalaust svo lengi sem prófdómarinn biður ekki um Sommersang eftir Carl Nielsen (og les ekki þetta blogg). Alltof mikið af dönskum texta fyrir eina manneskju að læra utan að. Er á síðustu klukkutímum búin að taka til í eldhúsinu, vaska allt upp sem hægt er, þrífa baðherbergið hátt og lágt og setja í eina þvottavél - bara svo ég þurfi ekki að berjast við að læra síðustu tvö erindin.
Leikritið - "Ó, þú ... aftur" - er í blússandi vinnslu. Allir söngvar æfast nú með (nær)fullskipaðri brasshljómsveit, heilu senurnar að smella saman og súlumeyjar komnar með djarfa larfa. Frumsýning 15. maí á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Meira um það síðar.
Og svo er það ritgerðin. Elsku ritgerðin. Sem hefur búið með mér í 10 ár. Hóf lífsferil sinn sem skítug rotta sem engan og ekkert vildi þýðast og var troðið inn innstu myrkur. Einstaka sinnum dregin fram, kjökrandi og ræfilsleg, en lítil lífsmerki fundust og henni troðið til baka jafnharðan og vart hugað líf. Svo skyndilega var hún mætt á svæðið, soldið sjúskuð og illa lyktandi en í banastuði og hefur vaxið og dafnað í allan vetur. Þarf bara að finna nokkra góða daga til að einbeita mér að engu öðru og svo, í næstu viku, verður henni skilað hvað sem hver segir.
Og þá ... ætla ég að anda.
Einhvern veginn er þetta að smella saman á lokasprettinum en getur seint talist ánægjulegt. Tónheyrnarprófið gekk að vísu vel, fékk 8,25 sem í mínum heimi telst bara ansi gott. Píanóprófið gekk svona lala, spilaði lögin nokkurn veginn klakklaust en tónstigarnir fór allir út um þúfur. Hef ekki hugmynd um einkunnina og er eiginlega alveg sama. Ætlaði mér hvort eð er aldei meira en að klára þetta grunnstig. Söngprófið er á morgun og ætti að verða sársaukalaust svo lengi sem prófdómarinn biður ekki um Sommersang eftir Carl Nielsen (og les ekki þetta blogg). Alltof mikið af dönskum texta fyrir eina manneskju að læra utan að. Er á síðustu klukkutímum búin að taka til í eldhúsinu, vaska allt upp sem hægt er, þrífa baðherbergið hátt og lágt og setja í eina þvottavél - bara svo ég þurfi ekki að berjast við að læra síðustu tvö erindin.
Leikritið - "Ó, þú ... aftur" - er í blússandi vinnslu. Allir söngvar æfast nú með (nær)fullskipaðri brasshljómsveit, heilu senurnar að smella saman og súlumeyjar komnar með djarfa larfa. Frumsýning 15. maí á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. Meira um það síðar.
Og svo er það ritgerðin. Elsku ritgerðin. Sem hefur búið með mér í 10 ár. Hóf lífsferil sinn sem skítug rotta sem engan og ekkert vildi þýðast og var troðið inn innstu myrkur. Einstaka sinnum dregin fram, kjökrandi og ræfilsleg, en lítil lífsmerki fundust og henni troðið til baka jafnharðan og vart hugað líf. Svo skyndilega var hún mætt á svæðið, soldið sjúskuð og illa lyktandi en í banastuði og hefur vaxið og dafnað í allan vetur. Þarf bara að finna nokkra góða daga til að einbeita mér að engu öðru og svo, í næstu viku, verður henni skilað hvað sem hver segir.
Og þá ... ætla ég að anda.
þriðjudagur, mars 31, 2009
Jæja - tónheyrnin búin. Þá minnkar annríkið um eitt. Nú þarf ég bara að klára þessa MA ritgerð, taka stigspróf í píanói og söng og frumsýna eitt leikrit - þá er ég orðin góð.
Ég hef verið tvístígandi eins og alltaf varðandi Bandalagsskólann. Í fyrra gat ég ekki ákveðið hvaða námskeið hentaði mér best - skráði mig næstum því á eitt, hætti við á síðustu sekúntu og skráði mig á hitt. Ætlaði svo að skipta um skoðun en þá var orðið fullt á þetta fyrra og ég á biðlista. Komst svo óvænt inn daginn áður en skólinn byrjaði og í stað þess að sprikla með Rúnari Guðbrands í commedia d'ellarte eins og til stóð reyndi ég að skrifa skrítið leikrit hjá Bjarna Jónssyni.
Það var í fyrra. Núna stendur valið um - surprise! - Rúnar og Bjarna og áþekk námskeið. Þannig að ég stökk til og skráði mig á Rúnars námskeið. Hugsaði sem svo að MA ritgerðin kæmi í veg fyrir öll leikritaskrif langt frameftir vori. Og óx kröfurnar sem námskeiðið hans Bjarna gerði soldið í augum. Ég hef tvisvar áður verið á námskeiði hjá Rúnari og þóttist nokkuð viss um hvað ég væri að fara út í. Fékk síðan tannlæknareikning slengdan framan í mig sem blautri tusku og fannst mér ekki stætt á öðru en að hætta snarlega við. Ég var hvort eð er bara á biðlista. Ég var spurð að því hvort ég hefði fundið fyrir létti við þessa sparnaðarákvörðun en það var sama hvað ég gróf - ekki gat ég fundið fyrir neinu slíku. Ég þóttist þó nokkuð sátt við orðinn hlut.
Líður nú ... tiltölulega stuttur tími og skyndilega virkar Bjarna námskeið ekki svo ómögulegt. Hver segir að ég geti ekki skrifað leikrit í fullri lengd þótt ég hafi aldrei reynt það? Það þýðir ekki að troða marvaða endalaust, bara demba sér í þá djúpu o.s.frv. blablabla. Þannig að ég tók þetta síðasta lausa pláss.
Og hvað haldiði - þarna var léttirinn kominn.
Ég hef verið tvístígandi eins og alltaf varðandi Bandalagsskólann. Í fyrra gat ég ekki ákveðið hvaða námskeið hentaði mér best - skráði mig næstum því á eitt, hætti við á síðustu sekúntu og skráði mig á hitt. Ætlaði svo að skipta um skoðun en þá var orðið fullt á þetta fyrra og ég á biðlista. Komst svo óvænt inn daginn áður en skólinn byrjaði og í stað þess að sprikla með Rúnari Guðbrands í commedia d'ellarte eins og til stóð reyndi ég að skrifa skrítið leikrit hjá Bjarna Jónssyni.
Það var í fyrra. Núna stendur valið um - surprise! - Rúnar og Bjarna og áþekk námskeið. Þannig að ég stökk til og skráði mig á Rúnars námskeið. Hugsaði sem svo að MA ritgerðin kæmi í veg fyrir öll leikritaskrif langt frameftir vori. Og óx kröfurnar sem námskeiðið hans Bjarna gerði soldið í augum. Ég hef tvisvar áður verið á námskeiði hjá Rúnari og þóttist nokkuð viss um hvað ég væri að fara út í. Fékk síðan tannlæknareikning slengdan framan í mig sem blautri tusku og fannst mér ekki stætt á öðru en að hætta snarlega við. Ég var hvort eð er bara á biðlista. Ég var spurð að því hvort ég hefði fundið fyrir létti við þessa sparnaðarákvörðun en það var sama hvað ég gróf - ekki gat ég fundið fyrir neinu slíku. Ég þóttist þó nokkuð sátt við orðinn hlut.
Líður nú ... tiltölulega stuttur tími og skyndilega virkar Bjarna námskeið ekki svo ómögulegt. Hver segir að ég geti ekki skrifað leikrit í fullri lengd þótt ég hafi aldrei reynt það? Það þýðir ekki að troða marvaða endalaust, bara demba sér í þá djúpu o.s.frv. blablabla. Þannig að ég tók þetta síðasta lausa pláss.
Og hvað haldiði - þarna var léttirinn kominn.
sunnudagur, mars 29, 2009
mánudagur, mars 16, 2009
miðvikudagur, mars 11, 2009
Sko - ég er að skrifa MA ritgerð um vísindaskáldskap. En ekki bara vísindaskáldskap heldur einnig húsmóðurina og hlutverk hennar í tengslum við hann.
Þarna hváir fólk yfirleitt. Og breytir um umræðuefni.
Konur byrjuðu að skrifa vísindskáldsögur í stríðum straum í kringum feminstabyltinguna á sjöunda áratugnum - og þá sérstaklega á feminískum forsendum sem var nýtt - en fram að því höfðu fullt af konum skrifað eitt og annað sem var ansi merkilegt. Mörgum þeirra var húsmóðurhlutverkið hugleikið og þær tóku þessa venjulegu, óspennandi týpu og sett hana í sci-fi umhverfi. Spunnust þar alls kyns skemmtilegar pælingar. En ég ætla ekki að fara að endursegja MA ritgerðina mína.
Ég hef aldrei vitað almennilega hvaðan áhuginn á þessu efni kemur. Vissulega hef ég áhuga á vísindaskáldskap - og hef alltaf haft. En ekki er ég mikil húsmóðir. Engin börn, eiginmaður, heimilið svona rétt sleppur. Ég varð því fyrir hálfgerðu sjokki þegar ég áttaði mig á því að ég skrifaði víst svona húsmóðurhetjusögu sjálf þegar ég var 11 ára. Við höfðum fengið það verkefni í íslensku að skrifa um okkur sjálf eftir 20 ár. Þannig að við vorum strax á vísindaskáldsagnarslóðum. Á meðan hinar stelpurnar voru flugfreyjur, dýralæknar og ráðherrar var ég húsmóðir. 5 barna húsmóðir. Ólétt. Ó já. Ef þú ætlar að gera eitthvað skaltu gera það almennilega hefur alltaf verið mitt mottó. Eiginmaðurinn var hálf fjarverandi - eins og reyndar í flestum húsmóðurhetjusögum - á meðan ég barðist við mín húsmóðurlegu vandamáli í hinu tæknivædda framtíðarlandi ársins 2004. Ég man ekki hvort ég fékk einhverja einkunn en ritgerðina á ég enn einhvers staðar. Móðir mín geymdi hana því skriftin mín þótti víst ansi vel heppnuð.
Ég veit satt að segja ekki hvað þetta segir um áhuga minn á þessu ritgerðarefni. Vissulega er eitthvað ókennilegt við þessað manngerð. Svo annars-heimslegt. Eða kannski er ég bara loksins að losna við þessa hugmynd úr kerfinu.
Þarna hváir fólk yfirleitt. Og breytir um umræðuefni.
Konur byrjuðu að skrifa vísindskáldsögur í stríðum straum í kringum feminstabyltinguna á sjöunda áratugnum - og þá sérstaklega á feminískum forsendum sem var nýtt - en fram að því höfðu fullt af konum skrifað eitt og annað sem var ansi merkilegt. Mörgum þeirra var húsmóðurhlutverkið hugleikið og þær tóku þessa venjulegu, óspennandi týpu og sett hana í sci-fi umhverfi. Spunnust þar alls kyns skemmtilegar pælingar. En ég ætla ekki að fara að endursegja MA ritgerðina mína.
Ég hef aldrei vitað almennilega hvaðan áhuginn á þessu efni kemur. Vissulega hef ég áhuga á vísindaskáldskap - og hef alltaf haft. En ekki er ég mikil húsmóðir. Engin börn, eiginmaður, heimilið svona rétt sleppur. Ég varð því fyrir hálfgerðu sjokki þegar ég áttaði mig á því að ég skrifaði víst svona húsmóðurhetjusögu sjálf þegar ég var 11 ára. Við höfðum fengið það verkefni í íslensku að skrifa um okkur sjálf eftir 20 ár. Þannig að við vorum strax á vísindaskáldsagnarslóðum. Á meðan hinar stelpurnar voru flugfreyjur, dýralæknar og ráðherrar var ég húsmóðir. 5 barna húsmóðir. Ólétt. Ó já. Ef þú ætlar að gera eitthvað skaltu gera það almennilega hefur alltaf verið mitt mottó. Eiginmaðurinn var hálf fjarverandi - eins og reyndar í flestum húsmóðurhetjusögum - á meðan ég barðist við mín húsmóðurlegu vandamáli í hinu tæknivædda framtíðarlandi ársins 2004. Ég man ekki hvort ég fékk einhverja einkunn en ritgerðina á ég enn einhvers staðar. Móðir mín geymdi hana því skriftin mín þótti víst ansi vel heppnuð.
Ég veit satt að segja ekki hvað þetta segir um áhuga minn á þessu ritgerðarefni. Vissulega er eitthvað ókennilegt við þessað manngerð. Svo annars-heimslegt. Eða kannski er ég bara loksins að losna við þessa hugmynd úr kerfinu.
föstudagur, mars 06, 2009
Af því að það er alltaf svo mikil lognmolla í mínu lífi fór ég og fékk mér hlutverk í leikriti. Sýnist mér það ætla að verða hin mesta og besta skemmtun. Valin manneskja í hverju korseletti. Æfingar eru bara nýhafnar og enn sem komið er er þetta ekki að taka neinn verulegan tíma frá ritgerðasmíðum mínum eða öðru námi. Og, hugsa ég, bara hreinlega bráðnauðsynlegt. Það er svo hollt að hitta hóp af klikkuðu fólki við og við og hlægja sig máttlausan. Æfingadagbók má rýna í hér.
Annars eru litlar fréttir af öðru en annríki. 27. apríl næstkomandi verður skyndilega allt búið; ritgerð, söngur, tónheyrn, píanó - og aðeins leiksýningafjör eftir út maí. Þá verður gaman. Ég er ekki byrjuð að hugsa lengra fram í tímann enda á ég í fullu fangi með að koma skipulagi á næstu tvo mánuði án þess að ganga af göflunum.
En eftir það mun gleðin svífa yfir vötnum:
Annars eru litlar fréttir af öðru en annríki. 27. apríl næstkomandi verður skyndilega allt búið; ritgerð, söngur, tónheyrn, píanó - og aðeins leiksýningafjör eftir út maí. Þá verður gaman. Ég er ekki byrjuð að hugsa lengra fram í tímann enda á ég í fullu fangi með að koma skipulagi á næstu tvo mánuði án þess að ganga af göflunum.
En eftir það mun gleðin svífa yfir vötnum:
sunnudagur, febrúar 08, 2009
Enn og aftur hefur Hugleikur hrist fram úr erminni eins og eina dagskrá. Jólafundur Hugleiks varð að Þorrafundi - eða Þorrablóti - og nú með enn meira skemmtiefni. Júlía Hannam heldur uppi merki félagsins og skellti í tvo leikþætt eins og ekkert væri. Það er orðið svo langt um liðið síðan ég hef staðið á sviði og gert eitthvað að ég var hreinlega búin að gleyma tilfinningunni. En mér heyrðist gerður góður rómur af, það var múgur og margmenni á staðnum og þrusugott partý í kjölfarið. Að vísu allt í rúst þegar við Júlía komum við þarna í dag (höfðu báðar gleymt símunum okkar). Það er alveg kominn tími á að fleiri félagsmenn finni hjá sér tiltektarhvötina.
Ritgerðarfjandinn mjakast. Ég skilaði heljarinnar inngangi til Guðna í síðustu viku og hef tekið mér verðskuldaða pásu í kjölfarið. En nú er kominn tími til að bretta aftur upp þessar ermar. Til þess að reyna að krækja í bráðnauðsynlega aukaorku afréð ég fyrir viku síðan að ég skyldi hætta að borða sykur. Sykursukk ku fara frekar illa með blóðsykurinn og valda bara sleni þegar fram líða stundir. Og hef staðið við það merkilegt nokk. Reyndar bjó ég til sushi í síðustu viku og það er smá sykur í því. Og ég var búin með helminginn af jólablandi sem ég fann í ísskápnum þegar ég mundi að það var auðvitað hlaðið sykri en þetta voru einu útúrdúrarnir. Ég snerti ekki einu sinni við kökunni í föstudagskaffinu sem ég keypti þó sjálf. Hún var meira að segja óvenju girnileg; kaka ársins með nóakroppi og bláberjum. Held nefnilega að maður þurfi að tækla þetta soldið eins og að hætta að reykja eða drekka. Ein retta, einn drykkur, eitt súkkulaði - er einu of mikið. Ég ætla samt ekki að reyna að halda þetta út til eilífðarnóns. Og það er engin leið að sneiða framhjá öllum sykri. Gruna t.d. að það hafi verið ágætt magn í öllu víninu sem ég drakk í gærkvöldi. En ég er a.m.k. með skýrar línur og maður verður allur meðvitaðri í kjölfarið. Þrír mánuðir ættu að vera nokkuð raunsær rammi - svo sé ég bara til.
Páskarnir verða vafalaust erfiðir.
Ritgerðarfjandinn mjakast. Ég skilaði heljarinnar inngangi til Guðna í síðustu viku og hef tekið mér verðskuldaða pásu í kjölfarið. En nú er kominn tími til að bretta aftur upp þessar ermar. Til þess að reyna að krækja í bráðnauðsynlega aukaorku afréð ég fyrir viku síðan að ég skyldi hætta að borða sykur. Sykursukk ku fara frekar illa með blóðsykurinn og valda bara sleni þegar fram líða stundir. Og hef staðið við það merkilegt nokk. Reyndar bjó ég til sushi í síðustu viku og það er smá sykur í því. Og ég var búin með helminginn af jólablandi sem ég fann í ísskápnum þegar ég mundi að það var auðvitað hlaðið sykri en þetta voru einu útúrdúrarnir. Ég snerti ekki einu sinni við kökunni í föstudagskaffinu sem ég keypti þó sjálf. Hún var meira að segja óvenju girnileg; kaka ársins með nóakroppi og bláberjum. Held nefnilega að maður þurfi að tækla þetta soldið eins og að hætta að reykja eða drekka. Ein retta, einn drykkur, eitt súkkulaði - er einu of mikið. Ég ætla samt ekki að reyna að halda þetta út til eilífðarnóns. Og það er engin leið að sneiða framhjá öllum sykri. Gruna t.d. að það hafi verið ágætt magn í öllu víninu sem ég drakk í gærkvöldi. En ég er a.m.k. með skýrar línur og maður verður allur meðvitaðri í kjölfarið. Þrír mánuðir ættu að vera nokkuð raunsær rammi - svo sé ég bara til.
Páskarnir verða vafalaust erfiðir.
mánudagur, janúar 26, 2009
Ég hef hangið heima í allan dag að jafna mig á tannbrottnámi. Í morgun var dregin úr mér framtönn og það er bara soldið mál. Ég verð líka alltaf frekar dofin af parkódíni og munnurinn er aðeins of slappur til að ég geti sleppt því að taka það. En ég hef ekkert getað lært. Og það er mjög ákveðin ástæða fyrir því.
Þetta er Móri. Hann er fjörugur 2 mánaða kettlingur með hægðavandamál og snúrublæti. Hann er líka mjög bókhneigður og allur af vilja gerður að aðstoða mig í námi.
Og þess vegna fer ég alltaf upp í skóla að læra.
Þetta er Móri. Hann er fjörugur 2 mánaða kettlingur með hægðavandamál og snúrublæti. Hann er líka mjög bókhneigður og allur af vilja gerður að aðstoða mig í námi.
Og þess vegna fer ég alltaf upp í skóla að læra.
laugardagur, janúar 10, 2009
Kannski spurning um að fara að hætta þessu. Skemmtilegra en að leyfa því að deyja drottni sínum eins og þróunin virðist stefna mjög markvisst í. Ég uppfæri svo sjaldan að ég þykist þess fullviss um að enginn lesi þetta. Og þá er það soldið eins og að tala við sjálfa sig. Upphátt. Og handan næsta horns liggur geðveiki.
Nú er brett-upp-á-ermar tími í ritgerðarvinnunni og það er fjandanum erfiðara að drösla sér í gang. Ég er komin með einhvern slatta af blaðsíðum - og ef ég er óhóflega bjartsýn get ég haldið því fram að ég sé búin að skrifa eitthvað í alla kaflana - en það er heljarinnar vinna eftir ef þetta á að verða eitthvað almennilegt og mínir bókmenntafræðigírar eru orðnir soldið ryðgaðir.
Það er samt fínt að vera með aðstöðu í Gimli. Þar er netaðgangu og þægilegur stóll. Þar hef ég mitt eigið borð og skúffur og skáp sem ég get læst. Og Auði á næsta borði sem ég get truflað í tíma og ótíma. Maður verður að vísu að ganga hljóðlega um og helst hvísla ef við viljum eitthvað tala saman en það á yfirleitt bara við fyrir kvöldmat á virkum dögum. Kvöld og helgar eru fáir á svæðinu og jafnvel stundum hægt að hafa músík í gangi og haga sér eins og heima hjá sér.
Að skrifa mastersritgerð er soldið eins og að teikna hús sitjandi á stól niðri í kjallara. Þegar maður byrjar hefur maður bara grófa hugmynd um hvernig heildin lítur út. Svo færist maður upp um hæð eftir því sem vinnan mjakast en heldur áfram að þreifa fyrir sér. Á þessari stundu sit ég sem fastast inni í skáp undir stiganum á fyrstu hæð. Er treg til að færa mig upp því stiginn gæti brostið.
Það er samt fínt að vera með aðstöðu í Gimli. Þar er netaðgangu og þægilegur stóll. Þar hef ég mitt eigið borð og skúffur og skáp sem ég get læst. Og Auði á næsta borði sem ég get truflað í tíma og ótíma. Maður verður að vísu að ganga hljóðlega um og helst hvísla ef við viljum eitthvað tala saman en það á yfirleitt bara við fyrir kvöldmat á virkum dögum. Kvöld og helgar eru fáir á svæðinu og jafnvel stundum hægt að hafa músík í gangi og haga sér eins og heima hjá sér.
Að skrifa mastersritgerð er soldið eins og að teikna hús sitjandi á stól niðri í kjallara. Þegar maður byrjar hefur maður bara grófa hugmynd um hvernig heildin lítur út. Svo færist maður upp um hæð eftir því sem vinnan mjakast en heldur áfram að þreifa fyrir sér. Á þessari stundu sit ég sem fastast inni í skáp undir stiganum á fyrstu hæð. Er treg til að færa mig upp því stiginn gæti brostið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)