þriðjudagur, desember 30, 2003
Ok þetta með sundið var kannski fullmikil bjartsýni. Þegar ég kom heim eftir vinnu í gær þufti ég að byrja á því að moka mig inn í bílastæðið mitt og tókst samt að festa mig og þurfti hjálp þriggja nágranna til að komast inn í stæðið. Fyrst þurfti ég þó að opna dyrnar að útigeymslunni til að ná í mokstursgræjurnar en hurðin hafði tekið upp á því að frjósa föst við dyrnar. Hafði það loksins með því að berja skrúfjárni milli stafs og hurðar. Allar barsmíðarbarnar og moksturinn tók einn og hálfan tíma og var ég að drepast í bakinu sem aldrei fyrr þegar ég hætti. Tíu villtir folar með tólf sterka kokteilar hefðu ekki getað dregið mig út úr húsi það sem eftir var dags.
Ef satt skal segja veit ég ekki hvar ég fann orkuna í þetta þrekvirki. Ekki hef ég haft hana til að taka til í íbúðinni minni. Sigga Lára kemur eftir þrjá daga og herbergið hennar enn óíbúðarhæft. Það er helvítis skenknum að kenna. Mér vex það svo í augum að ætla að færa hann. Þetta er nú nokkuð flottur skenkur. Viltu ekki bara hafa hann inni í herbergi hjá þér, ha Sigga? Mikil stofuprýði! Einnig stutt í rauð/hvítvíns/púrtvíns/bjórglösin!
Ef satt skal segja veit ég ekki hvar ég fann orkuna í þetta þrekvirki. Ekki hef ég haft hana til að taka til í íbúðinni minni. Sigga Lára kemur eftir þrjá daga og herbergið hennar enn óíbúðarhæft. Það er helvítis skenknum að kenna. Mér vex það svo í augum að ætla að færa hann. Þetta er nú nokkuð flottur skenkur. Viltu ekki bara hafa hann inni í herbergi hjá þér, ha Sigga? Mikil stofuprýði! Einnig stutt í rauð/hvítvíns/púrtvíns/bjórglösin!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli