föstudagur, mars 12, 2004
Fólk er að halda því fram að í dag sé föstudagur. Ég lít út um gluggann og sé aðeins holdvotan eilífðar þriðjudag. Þessi vika hefur liðið furðufljótt í tilbreytinarleysi og svefndrunga. Allt um kring sé ég þunglynda uppvakninga dröslast með erfiðismunum á milli vinnu, sjónvarpssófa og rúms. Sumir vilja kenna öfgalágum loftþrýstingi um og ég hef hvorki tæki, visku né nennu til að afsanna þá kenningu. Tókst þó að koma mér út úr húsi í gærkvöld. Skotta bauð mér heim til sín í dýrindis kvöldmat og dró mig svo á Dillon í smá backgammon törn og kann ég henni margar þakkir fyrir. Stóra spurningin er, hins vegar, hvort einhver - og er ég þarmeð talin - finni hjá sér einhverja hvöt í kvöld til að rífa sig frá American Idol og gera eitthvað.
Eða á maður bara að safna orku fyrir sýninguna annað kvöld?
Eða á maður bara að safna orku fyrir sýninguna annað kvöld?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli