mánudagur, mars 08, 2004
Nú er ég fúl. Ég hélt virkilega að þegar ruslahaugurinn fyrir framan húsið mitt var fjarlægður síðasta fimmtudag að þá væri ég loksins laus við hausverkinn. En nei nei - það væri alltof gott. Í Fréttablaðinu í dag getur að líta - mér til ómældrar ánægju - frétt um ruslahauginn - um óánægju nágrannanna og skeytingaleysi íbúa gagnvart skipunum yfirvalda. Nú hef ég ekki verið hin kátasta yfir ruslinu sjálf síðustu mánuði en það hefði verið ágætt ef að sá sem skrifaði pistilinn hefði reynt að hafa samband og komast til botns í málinu. Ekki bara birta mynd af ruslahaugnum - og stofuglugganum mínum - og láta eins og við dömpum öllum okkar afgöngum beint út um gluggann og gefum síðan heilbrigðiseftirlitinu svo og öllum íbúum Háteigsvegs langt nef!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli