miðvikudagur, mars 24, 2004

Mikið ofboðsleg léttist á manni brúnin þegar sólin er farin að skína. Þetta er skuggalegt. Nú er ég öll fyr og flamme og ætla í sund í hádeginu. Er búin að koma mér upp sundtösku sem ég mun bara geyma í vinnunni og þarf því ekki að fara heim og ná í dótið ef ég gleymi því sem er það sem hefur yfirleitt latt mig frá hádegis sundferðum. Ég reyndi að toga fangor með mér en hún nennti ekki með sem er sjálfsagt eins gott því þá er ekkert sem tefur mig frá því að taka einn kílómeter eða svo (it could happen!)

Önnur afleiðing útfjólubláu geislanna er skyndileg þörf fyrir að komast í sumarbústað. Helst með potti. Nú get ég sótt um sumarbústaði út um allt land hjá stéttarfélaginu en þarf að borga pening og óvíst hvort ég nenni að hanga ein í bústað viku í senn. Því verður sennilega fókusað á minni ferðir og er ég með þrjár í huga eins og er:

1. Veiðihús við Laxá í Hrútafirði
- get fengið hann frítt í maí og júní. Enginn pottur en hægt að busla í ánni ef svo ber undir.

2. Þórsmörk
- alltof langt síðan ég hef farið í Þórsmörk - væri alveg til í að taka eina rólega helgi í Langadal

4. Þjórsárdalur
- æskuslóðir. Einnig of langt síðan ég hef komið þangað. Þrái að eyða sólríkum degi við sundlaugarbakka dásamlegustu sundlaugar í heimi. Lítið mál að tjalda og tiltölulega stutt í siðmenninguna.

Þá er bara spurning hvort ég get togað einhvern með mér. Ef svo er væri best að byrja að plana sem fyrst. Ég þori a.m.k. ekki öðru. Fólk er svo agalega bissí þessa dagana, hver einasta klukkustund skipulög með margra mánaða fyrirvara. Enívei - þetta eru hugmyndirnar - hver er geim?

Engin ummæli: