föstudagur, mars 19, 2004
Sigga Lára er fjarska dugleg stúlka og er komin inn í hálfa þriðju seríuna af Angel. Nú þarf ég að fara að setjast almennilega niður og horfa með henni á þetta því nú fer að koma að þeim þáttum sem ég hef séð hvað sjaldnast - eiginlega bara einu sinni. Undanfarið þegar ég hef komið heim úr vinnunni er hún búin að horfa á nokkra þætti og svo sest ég niður og glápi með henni á smá í viðbót - a.m.k. fram að Dr. Phil. Nú vil ég hins vegar fara að sjá þetta í samhengi og verður svo hér eftir. Hún getur svo dundað sér við ritgerðasmíð í staðinn þegar ég er upptekin. Ég á móti er búin að verða mér út um bunka af Philip K. Dick bókum (þökk sé Dick-aðdáanda nr. 1) og sé fram stífan lestur þegar vampírur og fégráðugir Bandaríkjamenn í ævintýraleit eru ekki að fanga athyglina.
Eins og stanslaust Angelgláp sé ekki nóg menning fyrir einn lítinn heila þá er ég að fara í leikhús í kvöld. Ætla að sjá Smúrstinn hjá Leikfélagi Kópavogs og ku vera skylduáhorf. Fer meira að segja alein þótt ég hafi ágætar heimildir fyrir því að ég muni þekkja nokkra á meðal áhorfenda. Ég fer alltof sjaldan í leikhús - held sveimér að síðasta sýningin sem ég sá hafi líka verið hjá Leikfélagi Kópavogs - Grimmsævintýri síðasta haust. Atvinnuleikhúsunum hefur ekki tekist að lokka mig til sín í svo háa herrans tíð að mér er fyrirmunað að muna hvað ég sá síðast. Getur verið að ég sé ennþá að reyna að jafna mig á Halta-Billa [Oj!] eða hvað hann nú hét?
Eins og stanslaust Angelgláp sé ekki nóg menning fyrir einn lítinn heila þá er ég að fara í leikhús í kvöld. Ætla að sjá Smúrstinn hjá Leikfélagi Kópavogs og ku vera skylduáhorf. Fer meira að segja alein þótt ég hafi ágætar heimildir fyrir því að ég muni þekkja nokkra á meðal áhorfenda. Ég fer alltof sjaldan í leikhús - held sveimér að síðasta sýningin sem ég sá hafi líka verið hjá Leikfélagi Kópavogs - Grimmsævintýri síðasta haust. Atvinnuleikhúsunum hefur ekki tekist að lokka mig til sín í svo háa herrans tíð að mér er fyrirmunað að muna hvað ég sá síðast. Getur verið að ég sé ennþá að reyna að jafna mig á Halta-Billa [Oj!] eða hvað hann nú hét?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli