þriðjudagur, mars 02, 2004

Þá er afskaplega strembið tímabil í mínu lífi yfirstaðið og ljúfar sýningar taka við. Frumsýning gekk alveg þokkalega fyrir sig. Ég heyrði fólk hlæja fyrir hlé og heyrðu jafnframt sögur af ýmsum smá klikkum og fyrir utan það veit ég satt að segja ekkert hvernig gekk því ég var allan tímann upptekin við smink og vesen. Hef samt enga ástæðu til að ætla annað en að í heild hafi þetta gengið glimmrandi vel. Eftir hlé veit ég hins vegar að gekk ágætlega þrátt fyrir nokkrar undarlegar tímasetningar en það var nú ekki við öðru að búast. Leikmynd tókst að snúa alltaf rétt og eina skiptingin sem ég tók þátt í heppnaðist þannig ég var ánægð. Frumsýningarpartýið kom síðan verulega á óvert með því að vera hin besta skemmtun (ekki ein ræða svo ég heyrði) og hunskaðist ég ekki heim í bólið fyrr en upp úr 5. Síðustu tveir daga hafa síðan verið teknir í alvarlega afslöppun (og Óskarsgláp svo viðburðarsnautt að það tekur því ekki að tíunda það hér). Þetta er eiginlega bara stórfurðulegt og ég kann ekki lengur að hafa ekki neitt að gera! Hugleikur hefur rænt mig hæfileikanum! Og ég sem var svo efnileg. Heilir 5 dagar í næstu sýningu!

Engin ummæli: