fimmtudagur, júlí 22, 2004

Þá er best að byrja að plögga - áður en ég fer í frí og inn í tölvulausa tilveru.

Smellið á myndina til að sjá stærra kort af leiðinniLeikfélagið Sýnir frumsýnir hina arfafyndnu Stútungasögu undir berum himni í Furulundi í Heiðmörk (afleggjari frá Suðurlandsvegi).   
 
Frumsýning laugardaginn 24. júlí kl. 15:00 í Furulundi í Heiðmörk   
2. sýning sunnudaginn 25. júlí kl. 16:00 í Furulundi í Heiðmörk   
3. sýning fimmtudaginn 5. ágúst kl. 20:00 í Furulundi í Heiðmörk   
4. sýning laugardaginn 7. ágúst kl. 10:00 á Dalvík   
Lokasýning laugardaginn 14. ágúst kl. 16 í Furulundi í Heiðmörk
 
Aðgangseyrir 500 kr. seðill (ATH getum ekki tekið kort). Frítt fyrir börn 12 ára og yngri.
 
Miðapantanir í síma 616-7191 eða í tölvupósti
synir@visir.is
 
Um leikritið og leikhópinn (sjá einnig frétt á
www.leiklist.is):Í leikritinu er að finna ýmsar nýstárlegar kenningar um Íslandssöguna og það hvernig stóð á því að Ísland varð hluti af norska konungsveldinu áSturlungaöld. Þar er hulunni t.d. svipt af því hver skrifaði Njálu og því hvers vegna íslensk skáld voru alltaf að semja drápur til að flytja fyrirkóngafólkið í Noregi.  Áhorfendur kynnast einnig frillulíferni biskups, berdreyminni yngismey og blómalestri. Húskarlar vega hver annan með sverðum,kyndlum er brugðið á loft og eldur lagður í bæi. Um þrjátíu manns taka þátt í uppfærslunni.
 
Leikfélagið Sýnir samanstendur af áhugaleikurum víðs vegar að af landinu, og er starfsemi félagsins fyrirferðamest yfir sumartímann en síðustu fimm árhefur félagið sett upp stóra útisýningu á hverju sumri. Í fyrra var Draumur á Jónsmessunótt, eftir William Shakespeare, sýndur í Elliðaárdalnum ogkomust færri að en vildu. 
 
Leikstjóri sýningarinnar er Guðjón Þorsteinn Pálmarsson, sem lauk nýlega námi í leik við ArtsEd í London í Bretlandi og er þetta fyrsta stóraleikstjóraverkefni hans hér á landi. Hann mun fara með hlutverk Úlfhams í verki byggðu á Úlfhamssögu, sem Hafnarfjarðarleikhúsið ætlar að takast á viðí haust.Stútungasaga var fyrst sýnd af Hugleik vorið 1993 og hefur frá því verið sett upp af áhugaleikfélögum víða um land. Leikritið er eftir ÁrmannGuðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
 
Leikfélagið Sýnir

Engin ummæli: