þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ég verð að hætta að tala um leikmeiðsl mín - ég fæ sorglega litla samúð út úr því og hrín svo bara á mig meiri meiðslum í leiðinni.  Sem dæmi: í gær tjáði ég mig um að ég yrði að hætta að leika áður en ég slasaði mig alvarlega.  Síðan fór ég á leikæfingu þar sem ég flæktist í einhverrum rótartjáum og flaug á hausinn.  Fyrsta hugsunin var að buxurnar hefðu rifnað og var mikill léttir að sjá að svo var ekki (bara soldið skítugar).  Svo tók ég eftir hægri lófanum.  Þetta er ekki skráma - það einfaldlega vantar myndarlegt stykki í holdið fyrri neðan þumalinn.  Sem betur fer var hægt að redda pappír til að stöðva blóðrennslið og svo almennilegum plástri.  Ég hef smá áhyggjur af því að ég eigi eftir að vera með holu í lófanum um alla framtíð en þó truflar það mig meira að einhvers staðar uppi í Heiðmörk (og ég veit nákvæmlega hvar) liggur lítill rotnandi bútur af mér.


3 ummæli:

Sigga Lára sagði...

Heitir þetta að hætta að tala um meiðsl?

Ásta sagði...

Hnuss - þarf ég nú skyndilega að vera sjálfri mér samkvæm?

Nafnlaus sagði...

LOL... var að borða þegar ég las þetta. Gott á mig. En ég held að þú verðir að fara að hætta þessu, áður en börnin mín missa bestustu frænkuna sína. Þú skuldar mér það, vina mín. Einsog þú minntist á sjálf um daginn, það eru komin drengur og stúlka og þú færð þaraf leiðandi agnarögns pásu frá múttu, so you owe me girl. Fyrir þessa tvo "pakka" er sjálfkrafa innifalið barnapössun frá þér, svo að farðu nú varlega... *hnéhné* Kv, JYJ