mánudagur, júlí 19, 2004

Þetta er nú gæðamyndefnið sem Mogginn býður upp á.  Ég tek það fram að ég hef ekkert minnkað myndina - hvorki að stærð né gæðum - svona er hún beint úr kúnni (Moggavefnum)
 



 
LEIKFÉLAGIÐ Sýnir notaði góða veðrið í gær til að taka eina æfingu á leikritinu Stútungasaga í Heiðmörk.
Leikfélagið samanstendur af leiklistaráhugafólki úr leikfélögum um land allt sem sameinast á sumrin í Sýni, sem setur upp eina leiksýningu á sumri undir berum himni.
Stútungasaga er leikrit eftir þau Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Hjördísi Hjartardóttur og Þorgeir Tryggvason. Sagan gerist á Stútungaöld og gerist á þeim tíma er Íslendingar ganga Noregskonungi á hönd.
Á myndinni gefur að líta brúðkaup þeirra Jórunnar Ásgrímsdóttur og Haka Granasonar en þau Anna Bergljót Thorarensen og Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson eru í hlutverkum þeirra. Guðjón Pálmason leikstýrir sýningunni.
Stútungasaga verður frumsýnd í Furulind í Heiðmörk næstkomandi laugardag klukkan 15.

 
Það var s.s. þessi líka dýrindis 6 tíma æfing í Heiðmörkinni í gær - glampandi sól, gargandi krakkar og ljósmyndari frá Morgunblaðinu.  Ég er pínu útitekin.
 
Það er reyndar heila sannleikur - var dugleg að maka á sólarvörninni og er ekkert bruninn þrátt fyrir viðveru hinnar stórhættulegu Íslandssólar.   En hvernig var máltækið aftur ... þegar Guð opnar einhvers staðar glugga skellir hann aftur hurð með svo miklum látum að glymur um allt himnaríki og englar detta á bossann.  Eitthvað í þá veru.  Er blessunalega brunalaus - og meira að segja óðelilega spræk í bakinu - en er komin með glæsilegt mýbit á vinstri öxl og er með svo miklar harðsperrur í hægra (og bara hægra) læri að ég er varla gangfær.  Hef komist að þeirri niðurstöðu að leiklist er íþrótt og þar sem íþróttaiðkunargenið er ekki til í minni fjölskyldu er mál komið að ég dragi mig í hlé áður en ég slasa mig virkilega alvarlega.  Auðvitað ekki fyrr en eftir þessa sýningu.  Frillur Geirs bjúga eru jú lykillinn að öllu verkinu.
En það var líka gott veður á laugardaginn og þar sem okkur hafði verið bolað úr Furulundinum fundum við annan lund til að vera í og héngum þar í hálfgerðu skipulagsleysi fram eftir degi.  Kannski var veðrið bara of gott:
 


Engin ummæli: