föstudagur, júlí 09, 2004

Ég held að ég sé búin að átta mig á þessum bakveikisvandamálum - þ.e.a.s. er komin með líklega orsök. Er með skrifstofustól dauðans. Ég var í fríi í gær á meðan ég passaði Gísla Hrafn og Hebu (foreldrar þeirra fóru á spítalann að eiga barn - sem fæddist í gærkvöldi - Sigrún Ýr, 18 merkur!) og bakið mitt snarbatnaði. Svo í morgun var ég búin að sitja í vonda stólnum í svona korter þegar ég fann að bakið var allt að stífna upp á nýtt. Fór því og náði í gamlan skrifstofustól inni í geymslu og það er allt annað líf. Þarf að vísu að taka armana af honum og ég hefði örugglega bara gott af því að fara í sund en þetta horfir allt á bjartari og betri veg.

Næst á dagskrá er að kíkja aftur út á nes og heilsa upp á nýju frænkuna (þau koma heim af spítalanum í dag) og svo held ég svei mér þá að ég komist á æfingu í kvöld.

Engin ummæli: