fimmtudagur, júlí 15, 2004

Við Sigga Lára vorum um daginn að ræða um ... ja hvað vorum við að ræða um? Heilinn á mér er álíka áreiðanlegur og ryðguð sigti þessa dagana. Mig rámar í að um hafi verið að ræða eitt stykki samtal. Eitthvað held ég að það hafi tengst kaupum okkar á DVD pökkum. Eina sem ég veit með vissu að eftir liggur löngun til að linka á Amazon óskalistann minn (sjá linka hér á hægri hönd) í þeirri veiku von um að góðhjörtuð sál muni aumka sig yfir mér og kaupa handa mér dót algjörlega að óþörfu. Gæti gerst! Litli bróðir minn er farinn að drekka kaffi þannig að ekkert er ómögulegt.

Engin ummæli: