fimmtudagur, október 28, 2004

Gerði soldið í gærkvöldi sem ég geri annars aldrei. Ég fór í bíó. Það sem meira er: ég sá íslenska kvikmynd! Ójá.

Og nú man ég hvers vegna ég er svona treg til að a)fara í bíó, b)fara á íslenskar myndir. Miðinn kostaði 1000 kr. og myndin var bara ekki nógu góð. Við Auður skelltum okkur s.s. á Dís í Regnboganum. Æi. Aumingjahrollurinn byrjaði strax og varði alveg fyrsta fjórðung myndarinnar. Svo fór hún reyndar aðeins skánandi. En það dugði ekki til. Þrátt fyrir nokkra góða spretti (t.d. allir litlu punktanir um stelpur sem kunna ekki að velja sér kærasta og vita ekki hvað þær vilja, einnig var Þórunn Erna Clausen sem brúður á barmi taugaáfalls sérlega eftirminnileg) var alltof mikið sem hægt var að setja út á. Undarlega mikil áhersla á klisjukennda sýn útlendinga á Íslandi (stelpur eru hórur, landið svo fagurt, nöfnin svo óvenjuleg) sem hafði svo ekkert með efni myndarinnar að gera. Það sem var kannski verst var að þarna mátti glitta í prýðismynd undir niðri - hún var bara ekki fullunnin. Því miður.

2 ummæli:

Gadfly sagði...

Hef ekki einu sinni lesið bókina en ætlaði að sjá myndina. Maður getur líklega fundið betri leið til að verja tímanum samkvæmt þessu. Kannski fordómar en það kemur mér einhvernveginn ekkert á óvart að Dís sé hálf slöpp.

Ásta sagði...

Mér finnst það bara svo mikil synd. Mig langaði virkilega til að líka vel við myndina.