fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Ef þú átt Sony Ericsson síma - sérstaklega 700 og 750 týpurnar - er ég með glaðning handa þér. Hérna er pakki með 70 leikjum sem þú getur hent inn á símann þinn og síðan gert ekkert annað næstu vikurnar en að leika þér í pool, tetris, kapli, yatzee, Prince of Persia og undarlegum Kingdom of Heaven leik þar sem þú átt að bjarga pílagrímum frá heiðingjum eða eitthvað álíka - ásamt 65 öðrum sem ég hef ekki haft tök á ennþá að skoða.

Og lengra verður bloggið ekki í dag. Ég var 3 tíma í ræktinni í dag og er nær dauða en lífi af þreytu. Góða nótt (sagt í besta Sigurðar H. Richter mæðutón.)

1 ummæli:

fangor sagði...

skemmtilegt dót! og til hamingju með afrekin í ræktinni. þú ert dugnaðarforkur hinn mesti.