föstudagur, ágúst 12, 2005

Þetta er allt í áttina...

* Svo ég gæti hætt að tjá mig um leigandamál: það er allt í rjóma og sóma á þeim vígstöðvum. Ég er komin með peningana mína og stelpan á leið í herbergið. Allir eru sáttir og hamingjan lekur af veggjum hússins.
* Ég er hef verið gasalega dugleg í ræktinni þessa vikuna. Finnst mér. Ójá - ég mætti á sunnudag og mánudag, get hreyft hvorki legg né lið fyrir þreytu þriðjudag og miðvikudag en mætti galvösk í gær. Ætla að fara aftur eftir vinnu í dag og hef þá fullnýtt þennan 6 daga passa eftir bestu getu. Næsta skref er að frjáfest í mánaðarkorti og reyna að fullnýta það líka. Spræk sem læk í september skal verða mitt viðurnefni.
* Ég baðst undan ferðalagi í kringum landið á rúmum sólarhring. Auðvitað er alltaf gaman að mæta á Hraunball en að hossast 700 km í bíl til þess eins - og það tvisvar á jafnmörgum dögum - finnst mér fulllangt gengið. Í staðinn mum ég heilsa upp á fjölskylduna og njóta andaslitra sumarsins í Reykjavík.

Engin ummæli: