föstudagur, ágúst 12, 2005

Nú þykast einhverjar kellingar sem greinilega leiðist í vinnunni hafa fundið upp nýja skilgreiningu á karlmanninum: úbersexual. Metrósexúal maðurinn þótti víst ekki nógu spennandi þegar til lengdar leit:

(Úbersexúal] eru karlmenn sem eru mjög aðlaðandi, kraftmiklir og eru þeir sem bera af meðal jafnaldra sinna. Þeir hafa sjálfstraust án þess að vera hrokafullir, karlmannlegir, bera skynbragð á tísku og gæðum á öllum sviðum. Úbersexúal-karlmaðurinn leggur meiri áherslu á sambönd en metrómaðurinn en er jafn spenntur fyrir innkaupaferðum og hann. Áherslan er þó á ákveðna hluti en ekki verslunaræði verslunaræðisins vegna.

Bestu vinir úbersexúal-karlsins eru karlar en konur eru aldrei félagar hans. Lykilatriði hjá úbersexúarl-karlinum, segir þríeykið sem fann um metrómanninn, eru hefðbundin karlmennskugildi eins og kraftur, heiður og skapgerð í blandi við jákvæð kvenleg gildi eins og umönnun, samskipti og samvinnu.


Ég er hreinlega gáttuð. Í kjölfar þessa spánýja uppspuna ku metrómaðurinn víst vera dauður. Því það má víst aðeins vera til ein klisjukennd og ímynduð týpa! Var ég kannski eitthvað að misskilja: ég hélt að metrómaðurinn væri lýsing á týpu sem væri til - hvernig getur þessi bara allt í einu komið í staðinn? Ég leyfi´mér að efast um að metrómenn allra landa hafi hrokkið upp með andfælum einn daginn og ákveðið sem einn að snúa baki við metrólegum hegðunum. Var metrómaðurinn kannski aldrei til? Eru þær að halda því fram að úbermaðurinn komi í staðinn? Því hann er allt öðruvísi. Mér finns líka grunsamlegt hvernig hann á að bera af meðal jafnaldra sinna. Sem þýðir að hann er í miklu minnihluta. Enda ekki skrítið því ég fæ ekki betur séð en hér sé einungis um uppskrift af ástmögrinum í rauðu seríunni að ræða. Ég legg til að þessar manneskju leggi frá sér kiljurnar og fari að svipast um í kringum sig og kannski rýna í hina rauðverulegu karla. Nú eða bara hætta að draga fólk í yfirborðskennda dilka. Allar kventýpur eru orðnar langþreyttar og ómerkar - því skyldu karlarnir að þurfa að lúta sömu meðferð?

Engin ummæli: