þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Ég veit ekki hvað skal halda...

* Það bólar ekkert á leigjendanum, hvorki hvað innflutning né peninga varðar.
* Lísa skilaði sér loksins heim. Ég fann hana í felum í kjallaraherberginu í gær. Hún er sármóðguð yfir meðferðinni og gengur um síkvartandi. Gabríel er farinn í epíska fýlu.
* Fólk hlýtur að vera fætt með gjörólíka bragðlauka frá manni til manns. Það er það eina sem útskýrir ananas og brauðsúpu. Og salatið sem ég bjó til í gær. Mér var sagt að eftirfarandi samsetning væri ólýsanlega gómsæt: tómatar, rauðlaukur, ferskur kóriander, lime-safi. Ég kom niður tveimur bitum og henti restinni. Það var kóriander stybba af puttunum í heila eilífð á eftir. Blah.
* Það er bara ágætt að vera mætt aftur til vinnu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ferðu vestur í dag, Ásta mín?
Ef ekki, viltu koma í kvöld og borða með okkur og Svíunum? Halldór og Gísli Hrafn koma líka.