mánudagur, ágúst 22, 2005

Núna langar mig til að nota tækifærið og klappa sjálfri mér aðeins á bakið.

*klapp, klapp*

Síðustu tvær vikur hef ég mætt sjö sinnum í ræktina. Þrisvar síðustu tvær vikur og einu sinni það sem af er þessari. Og - hvort sem þið trúið því eða ekki - þá langar mig til að mæta í dag (en mun ekki gera því í dag er hinn mikli píanóflutningadagur.) Ég skil ekki almennilega hvaðan þessi atorkusemi og hreyfingaráhugi kemur en tek honum fagnandi. Það sem mig grunar að geri gæfumuninn er að hafa niðurneglt plan. Þriðjudaga og fimmtudaga mæti ég strax eftir vinnu, fer í 20 mínútur á bretti og álíki tól og síðan í lyftitækin. Á sunnudögum mæti ég um tvö í æfingafötunum og er 40-60 mínútur á bretti/hjóli og fer svo beint heim í sturtu (það lokar í Hreyfingu kl. 3 á sunnudögum.) Kosturinn við skipuleggja sig svona er að það eyðir allri hugsun að "nú ætti maður að fara að drífa sig" og "kannski ég fari á morgun eða hinn" og "æji ég er búin að mæta tvisvar, það hlýtur að vera nóg." Nú fer ég bara þessa daga og á þessum tímum og hina 4 daga vikunnar slepp ég alveg við að hafa samviskubit. Húrra!

3 ummæli:

Siggadis sagði...

You go girl!

Mamma sagði...

Gott hjá þér. Ég var búin að senda fyrr í kvöld. Mamma

Siggalára sagði...

Þú átt alla mína aðdáun. Ég er mjöööög hrædd við líkamsræktarstöðvar, alveg svo það jaðrar við fóbíu. Held t.d. alltaf að svona bretti hendi manni af baki og að svona lóðatæki detti einhvernveginn í hausinn á manni. ;-)