miðvikudagur, ágúst 17, 2005
Siggalára reið á vaðið og skrifaði langa og ljúfan reiðilestur yfir fordildinni í Stefáni Jóni Hafsteini varðandi aldurstakmarkanir í tónlistarskóla. Svo ég endursegir í stuttu máli (en hvet samt fólk til að lesa frumtextann í öllum sínum dásamlega pirringi) þá hefur SJH töglin og höldin hvað varðar menntamál í borginni og þar sem allir peningar eru búnir úr sjóðskassanum sökum ... tja ... hvert fóru eiginlega peningarnir? ... lagði hann á og mældi um að enginn yfir 25 (í sumum tilfellum 27) ára aldri mætti læra nokkuð á músík. Tónlistarskólum sem hafa sín inntökupróf er því víst ekki treystandi fyrir eigin dómgreind. Ég hef litlu við hið ágæta rant að bæta annað en það að mig langaði til að láta fylgja viðeigandi bút úr þessum hörmungar lögum sem ég fann á heimasíðu FÍH og var full langur fyrir kommentkerfið hennar (mín komment eru í svigum):
Menntaráð tekur ákvörðun um fjölda skóla sem hljóta styrk hverju sinni. (Þ.e. SJH ræður)
Heildarframlög til skólanna ráðast af fjárhagsramma Menntasviðs hvers árs og geta þjónustukaup af skólunum því orðið meiri eða minni en kemur fram hér að neðan. (Þ.e. ef SJH er í vondu skapi. T.d ef skólastjórar eru eitthvað að ybba sig í fjölmiðlum?)
Við úthlutun fjármagns til tónlistarskóla skal tekið tillit til gildandi úthlutunar, en framlög verða þó aldrei hærri en raunverulegur fjöldi nemenda með lögheimili í Reykjavík og kennslumagn vegna þeirra gefur tilefni til.
Þegar þjónustukaup eru reiknuð á grundvelli gildandi úthlutunar skal miða við að skólar geti fengið 95% af áður samþykktum nemendafjölda, en 5% verði úthlutað með hliðsjón af eftirspurn í hvern skóla (sjá þó grein 10).
Þjónustukaup miðast við forskólanám, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneytið greiði hluta kostnaðar við nemendur í tónlistarvali eða á tónlistarbrautum framhaldsskólanna skv. nánara samkomulagi milli ráðuneytisins og sveitarfélaga. (Þýðir það ég get stundað tónlistarnám ef ég skrái mig í menntaskóla? Aldrei hélt ég að stúdentsprófið kæmi mér í koll.)
Þjónustukaup Reykjavíkurborgar miðast við að nemandi sé á aldrinum 4 - 25 ára, en söngnemendur upp að 27 ára aldri. Þetta ákvæði tekur ekki gildi gagnvart nemendum sem stunda tónlistarskólanám skólaárið 2004/05 fyrr en haustið 2007. (Þ.e. ef þú ert þegar skráður í nám. Ég er búin að taka 2. stig í söng en var aldrei formlega skráð í skóla og kem því alltof mörgum árum of seint.)
Menntaráð getur veitt undanþágu frá þessum aldursmörkum við sérstakar aðstæður vegna einstakra nemenda að undangengnu áliti fagnefndar. (Ég sé það ekki gerast í mínu tilfelli. Einnig; SJH ræður.)
Við útreikning á eftirspurn eftir skólavist í tónlistarskóla eru aðeins teknir með þeir nemendur sem eru á aldrinum 4 – 25 ára, en söngnemendur upp að 27 aldri. (Og hvers vegna? Eru miðaldra kerlingar sem halda að þær séu efnilegir sópranar að taka pláss frá Ragnheiðum Gröndulum framtíðarinnar?)
Ef tónlistarskólar hætta eða nemendum fækkar í ákveðnum skólum verður úthlutað samsvarandi nemendafjölda til annarra skóla með hliðsjón af eftirspurn. (Nema eftirspurnin komi frá einhverju pakki eldra en 25 ára)
Framlag til skólanna reiknast á samræmdan hátt skv. reiknilíkani.
Úthlutun miðast við að tónlistarskólanemandi í fullu námi fái 32 klukkustundir á ári í aðalnámsgrein, auk hliðargreina. Skóli getur kennt aðalnámsgrein í smá hópum sbr. 2. grein þessara reglna. (Þarna vantar mig upplýsingar um hvað það kallar á mikla peninga.)
Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að hafna styrkumsókn frá tónlistarskóla á grundvelli 3. greinar laga nr. 75/1985. Ef efasemdir vakna um að skóli standist kröfur er hægt að fara fram á endurstaðfestingu menntamálaráðuneytis. (Þ.e. SJH ræður)
Menntaráð tekur ákvörðun um fjölda skóla sem hljóta styrk hverju sinni. (Þ.e. SJH ræður)
Heildarframlög til skólanna ráðast af fjárhagsramma Menntasviðs hvers árs og geta þjónustukaup af skólunum því orðið meiri eða minni en kemur fram hér að neðan. (Þ.e. ef SJH er í vondu skapi. T.d ef skólastjórar eru eitthvað að ybba sig í fjölmiðlum?)
Við úthlutun fjármagns til tónlistarskóla skal tekið tillit til gildandi úthlutunar, en framlög verða þó aldrei hærri en raunverulegur fjöldi nemenda með lögheimili í Reykjavík og kennslumagn vegna þeirra gefur tilefni til.
Þegar þjónustukaup eru reiknuð á grundvelli gildandi úthlutunar skal miða við að skólar geti fengið 95% af áður samþykktum nemendafjölda, en 5% verði úthlutað með hliðsjón af eftirspurn í hvern skóla (sjá þó grein 10).
Þjónustukaup miðast við forskólanám, grunnnám, miðnám og framhaldsnám. Gert er ráð fyrir að menntamálaráðuneytið greiði hluta kostnaðar við nemendur í tónlistarvali eða á tónlistarbrautum framhaldsskólanna skv. nánara samkomulagi milli ráðuneytisins og sveitarfélaga. (Þýðir það ég get stundað tónlistarnám ef ég skrái mig í menntaskóla? Aldrei hélt ég að stúdentsprófið kæmi mér í koll.)
Þjónustukaup Reykjavíkurborgar miðast við að nemandi sé á aldrinum 4 - 25 ára, en söngnemendur upp að 27 ára aldri. Þetta ákvæði tekur ekki gildi gagnvart nemendum sem stunda tónlistarskólanám skólaárið 2004/05 fyrr en haustið 2007. (Þ.e. ef þú ert þegar skráður í nám. Ég er búin að taka 2. stig í söng en var aldrei formlega skráð í skóla og kem því alltof mörgum árum of seint.)
Menntaráð getur veitt undanþágu frá þessum aldursmörkum við sérstakar aðstæður vegna einstakra nemenda að undangengnu áliti fagnefndar. (Ég sé það ekki gerast í mínu tilfelli. Einnig; SJH ræður.)
Við útreikning á eftirspurn eftir skólavist í tónlistarskóla eru aðeins teknir með þeir nemendur sem eru á aldrinum 4 – 25 ára, en söngnemendur upp að 27 aldri. (Og hvers vegna? Eru miðaldra kerlingar sem halda að þær séu efnilegir sópranar að taka pláss frá Ragnheiðum Gröndulum framtíðarinnar?)
Ef tónlistarskólar hætta eða nemendum fækkar í ákveðnum skólum verður úthlutað samsvarandi nemendafjölda til annarra skóla með hliðsjón af eftirspurn. (Nema eftirspurnin komi frá einhverju pakki eldra en 25 ára)
Framlag til skólanna reiknast á samræmdan hátt skv. reiknilíkani.
Úthlutun miðast við að tónlistarskólanemandi í fullu námi fái 32 klukkustundir á ári í aðalnámsgrein, auk hliðargreina. Skóli getur kennt aðalnámsgrein í smá hópum sbr. 2. grein þessara reglna. (Þarna vantar mig upplýsingar um hvað það kallar á mikla peninga.)
Reykjavíkurborg áskilur sér rétt til að hafna styrkumsókn frá tónlistarskóla á grundvelli 3. greinar laga nr. 75/1985. Ef efasemdir vakna um að skóli standist kröfur er hægt að fara fram á endurstaðfestingu menntamálaráðuneytis. (Þ.e. SJH ræður)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
þetta er fáránlegt. algerlega fáránlegt. fari sjh í fúlan pytt
...með alla sína fordild.
Svo er bara að vona að hver sem "nær" borginni í vor geri vitleysuna afturræka í hvert það heimskuforað sem hún kom úr.
Úú - hvað ætli maður mundi gera ef maður "næði" borginni allt í einu? Búta hana niður og fleygja leiðinlegu hverfunum í sjóinn? Stinga af með hana upp í fjöll og mála bleika? Selja bandaríksum bissnessmönnum fyrir ipod og kassa af bjór? Augljóslega engum nema Vinstri-Grænum treystandi fyrir henni. Sjálf mundi ég flytja flugvöllinn út úr bænum, setja beygjuljós á Kringlumýrarbrautina og afnema þessi heimskulegu aldursákvæði! Spurning um framboð? Fólk hefur áður troðið sér í valdastöður mað aðeins eitt mál á stefnuskrá.
Skrifa ummæli