mánudagur, ágúst 29, 2005

Ég vaknaði upp við vondan draum í morgun þar sem Gísli Marteinn var að mala um að "við Sjálfstæðismenn stöndum saman og keppum að bla bla bla..." Mér finnst ágætt að stilla vekjaraklukkuna þannig að hún kveikir á útvarpinu um leið og hún hringir. Þá get ég vaknað smám saman þangað til einhver í morgunþættinum segir eitthvað nógu heimskulegt til að knýgja mig til fullrar meðvitundar og slökkva á blaðrinu. Ég var 5 sekúntur að vakna í morgun.

Er ekki ennþá heil meðganga í kosningar? Þarf ég að vakna við þetta raus á hverjum morgni í allan vetur? Það verður kaldur dagur í helvíti þegar ég kýs Gísla Martein sem borgarstjóra yfir mig (að því gefnu að hann nái fyrsta sætinu.) Hvað mig og mitt litla atkvæði varðar er ég fullkomlega milli steins og sleggju í kosningamálunum:

Sjálfstæðisflokkur - ég segi nei takk við GMB
Samfylkingin - aldrei í lífinu skal ég kjósa hinn erkisvikahrapp Stefán Jón Hafstein
Vinstri Græni - vænissjúkir
Framsókn - fyrir fólk sem þorir ekki að kjósa sjálfstæðið
Frjálslyndir - plebbar

Í fyrsta skipti í minni 15 ára kosninasögu neyðist ég til að skila inn auðu. Nema auðvitað eitthvað hresst lið stofni bara nýja flokk. Er ekki hægt að kljúfa sjálfstæðar konur frá sínum mönnum? Eða eru þær kannski of uppteknar við bakstur?

2 ummæli:

Skotta sagði...

það ömurlega er að þrátt fyrir alla sína galla og leiðindi þá gæti Gísli Marteinn unnið. Það þekkja hann allir og svo er hann svo "sætur og meinlaus". Hnuss.

En svona án gríns þá er spurning um að fá sér annan vekjara. Þetta gæti nefnilega alveg verið málið fram að og fram yfir kosningar.

Vonandi er restin af deginum skárri en byrjunin :)

fangor sagði...

já, okkur er vandi á höndum. ákveðin sem ég var orðin í að kjósa sjálfstæðið fram yfir pakkið í fyrrverandi r-lista. ég er jafnvel til í að kjósa gísla martein ef hann lofar að taka ekki upp pláss í sjónvarpinu mínu aftur fyrir utan tilkynningar og rifrildi um borgarmál...*hugs*