þriðjudagur, ágúst 02, 2005
Nýja tengingin er voða fín þegar kemur að alls kyns niðurhali en er soldið treg við að hleypa mér um vafrarana. Því kallar það á sérstaka viðburði að ég nenni að troða mér inn á blogger til að segja frá. Oftar en ekki er miklu einfaldara að blaðra í hina lifandi dagbók. En nú er viðburður - eða öllu heldur tilkynningaskylda:
Mig langar til að læra á gítar.
Einnig: Nornabúðin sem samnornir Eyrún og Eva* opnuðu kl. 2 í dag á Vesturgötu 12. Þori ég að fullyrða að aldrei hefur sést hennar líki í okkar samfélagi og sjaldan hefur nokkur búð verið jafn vel réttnefnd. Þar er gjörsamlega allt að finna sem hægt er að hugsa sér í tengslum við galdur og talsvert sem ekki er hægt að hugsa sér þar að auki. Og að sjálfsögðu allt borið fram á vægu verði ásamt kaffi og meððí eins og hæfir í hinu opinbera musteri mammons. Vil ég óska þeim ógrynni af farsæld og sandhólum af seðlum.
* Hefur reyndar gleymst að gera Evu að formlegri Naflalóarnorn en það kann varla nokkrum að dyljast að hún er það nú bara samt.
Mig langar til að læra á gítar.
Einnig: Nornabúðin sem samnornir Eyrún og Eva* opnuðu kl. 2 í dag á Vesturgötu 12. Þori ég að fullyrða að aldrei hefur sést hennar líki í okkar samfélagi og sjaldan hefur nokkur búð verið jafn vel réttnefnd. Þar er gjörsamlega allt að finna sem hægt er að hugsa sér í tengslum við galdur og talsvert sem ekki er hægt að hugsa sér þar að auki. Og að sjálfsögðu allt borið fram á vægu verði ásamt kaffi og meððí eins og hæfir í hinu opinbera musteri mammons. Vil ég óska þeim ógrynni af farsæld og sandhólum af seðlum.
* Hefur reyndar gleymst að gera Evu að formlegri Naflalóarnorn en það kann varla nokkrum að dyljast að hún er það nú bara samt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
hmm. við bætum auðvitað úr því á næsta fulla tungli.
Skrifa ummæli