miðvikudagur, október 05, 2005

Æfingar á Jólaævintýrinu eru hafnar og lofa að vera hin besta skemmtun. Ég efa að ég muni sjá eftir því að fórna kvöldunum mínum í sprell vestur á EyjaRslóð. Á að leika móður hennar Nönnu. Fyrir þá sem ekki vita er ég fjórum árum eldri en hún sem er skref í rétt átt þar sem síðast þegar ég lék hina móðurlegu týpu voru svo til öll mín börn leikin af mér eldri konum. Stefnir í fjörlega sýningu og nauðsynlegt að halda uppi dampi í ræktinni ef ég á að hafa einhverja orku í hana.

Svo á ég víst að fara að taka einhver próf í desember; hljómfræði II, tónheyrn og þriðja stigið í söng...

Ég er himin lifandi yfir því að hafa svona mikið að gera fram að jólum því það þýðir að tíminn mun þjóta áfram og nýja árið birtast fyrr en varir. Og þá fer að styttast í Ástralíuförina fyrirheitnu (jibbí!)

Engin ummæli: