mánudagur, október 03, 2005

Er með hljómfræði á heilanumVetrarstarfið segir til sín sem aldrei fyrr. Þarf að klára að vinna, fara yfir heimalærdóm, hengja þvott á snúrur, mæta í tveggja tíma hljómfræðitíma, borða, mæta á Hugleiksæfingu og læra fyrir tónheyrn. Því það eru víst próf í hverjum tíma. Af því bara smákrakkar læra tónheyrn. Grrr...

Eins gott að ég notaði helgina til að safna orku. Þeyttist reyndar um stórmarkaði borgarinna með Hebu á laugardaginn að finna hið fullkomna garn (það tókst! Ó fagri verðandi trefill/vettlingar /sokkar/húfa!) Og mætti í ræktina í gær og þóttist vera dugleg. Annars var Lost DVD pakkinn minn nýttur óspart og erlend dagskrá sömpluð af miklum móð. Nýjasti Battlestar Galactica þátturinn (2x10) fékk mig til að gnísta tönnum svo all svakalega að mér sárverkjaði í kjálkana og ég átti í mestum erfiðleikum með að brjóta ekki blýantinn, sem ég hélt á, í tvennt. Gróf kynferðisleg misnotkun vill hafa slík áhrif á sálartetrið. Mig langar ennþá til að brjóta hluti þegar ég hugsa um þessi atriði. Er ekki vön að þurfa áfallahjálp og af-reiðun eftir sjónvarpsgláp.

Þetta var því, eftir á að hyggja, ansi strembin helgi.

Engin ummæli: