miðvikudagur, október 19, 2005
Mér er það gjörsamlega óskiljanlegt hvað er að gerast í námi mínu þessa dagana. Svo virðist sem framför mín í ýmsum greinum sé í öfugu hlutfalli við þá vinnu sem ég legg í heimalærdóminn. Þannig hef ég kastað til höndum á nær öllum sviðum að undanförnu og uppskorið ekkert nema lof fyrir vönduð vinnubrögð. Í tónheyrn í gær var mér hrósað fyrir að vera augljóslega sú eina sem æfði sig heima í að hitta á random nótur (sérlega leiðinleg æfing þar sem kennarinn stendur uppi við töflu með prik og slær því svo fast á handahófskennda staði á skalanum að liggur við prik-broti.) Það hefur ekki svo mikið sem hvarflað að mér að æfa þessi ósköp heima og eina skýringin sem mér dettur í hug er að þessi skali var í sama dúr og upphafslagið í jólaævintýrinu - greinilega svona líka ferkst í minni.
Hafa skal eftir það sem virkar segi ég nú bara.
Hafa skal eftir það sem virkar segi ég nú bara.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli