þriðjudagur, október 11, 2005

Ég gramsaði í hirslum og reyndi að finna krullhærða mynd af mér máli mínu til stuðning og þetta var það skásta sem mér tókst að grafa upp:Ég og amma í góðum fíling á jólunum 1991.

Man núna skyndilega hvers vegna ég hef ekki verið svona um hárið í meira en áratug. Mér leiðast permanent. Ég barasta nenni ekki að líta svona út. Svo er líka hætta á að ég neyðist til að klippa allt af (eins og Nanna benti réttilega á) og það kann varla góðri lukku að stýra:Eldhúspartý a Eggertsgötu ca. 1999.

Já já og svo er þetta með leikritið. Ég var ekki búin að gleyma því - fannst samt í lagi að taka ákvörðunina fyrst og spyrja leikstjórana svo. Þannig að hin nýtrúlofaða Siggalára getur andað léttar með það:Sennilega eina myndin sem ég á úr Hugleikspartýi og hármiðjuð mjög (eins og mínar færslur þessa dagana). Það stendur "engill" á blaðinu (?)

Til hamingju mín kæra.

Engin ummæli: