fimmtudagur, október 06, 2005

Snilldartæki. Mundi panta svoleiðis í jólagjöf ef það kostaði ekki milljón pening og tæki allt pláss á stofunni.Rafmagnið fór af Hreyfingu - og meirihluta Reykjavíkur - í gær og enginn kippti sér upp við það. Ég var stödd í einhvers konar orbitrek tæki þar sem ég bjó til mitt eigið rafmagn með krafti fóta minna. Það sama má segja um alla aðra sem voru ekki á hlaupabrettum. Held ég hafi séð þarna vísi að fullkomlega sjálfbærri líkamræktarstöð í náinni framtíð. Bara spurning um að opna vel glugga, kveikja á rómó kertum og tengja hvert tæki við nettan rafal. Öll orkan sem spanderast þarna á hverjum degi ætti hæglega að duga til að keyra áfram nokkur ljós, síma, græjur, tölvu og blandara (því massarnir þurfja jú prótíndrykkina sína.)

Ætti þá að vera kominn góður grundvöllur fyrir því að færa verð á þriggja mánaða kortum niður fyrir 20 þúsundin.

Þarf að gauka þessari hugmynd að henni Ágústu...

1 ummæli:

fangor sagði...

ef ég man rétt úr heimsókn í landsvirkjun einhverntíman þarf helvítis puð til að halda einni ljósaperu gangandi í einhvern tíma. en þetta er falleg hugmynd, vissulega.