föstudagur, október 28, 2005

Mig dreymdi í nótt að mér tækist að eyðileggja bókunina mína til Ástralíu. Sennilega er þráin eftir að komast til sólríkari staða orðin það sterkt að óttinn við að eitthvað eyðileggi þá fyrirætlan er farinn að láta á sér kræla.

Eða kannski er ferðafóbían mín að láta heyra í sér 3 mánuðum of snemma.

Ég ætlaði að fara í blóðprufu í morgun úti á Heilsugæslustöð (Seltjarnarness) en sumardekkin mín voru ekki alveg á þeim buxunum. Sennilega þarf ég heldur ekkert að fara í þessa blóðprufu. Ég fór til læknis fyrir tveimur mánuðum vegna slappleika og álíka einkenna og það eina sem kom í ljós var hugsanlega mögulega oggponsulítil bólga í lifur. Átti s.s. að tékka á því nokkrum vikum seinna og ég var að muna eftir þessu núna. Slenið og hin einkennin eru hins vegar alveg horfin þannig að ég ætti kannski bara að spara peningana mína. Ég er a.m.k. farin að vakna vekjaraklukkulaust kl. 7 að morgni (að vísu með farmiðabókanir á heilanum) þannig að ég hlýt að teljast nokkuð hress.

Sett inn enn eitt Eurovisionlagið samkvæmt beiðni:

Vicky Leandros - Apres Toi (Luxemburg 1972)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk æðislega Ásta !!
kveðja
Sönglandi Hildur