mánudagur, október 10, 2005

Ég ætla leggja þessa spurningu fyrir nefnd: Ætti ég að fá mér permanent?

Mér stendur það til boða að láta einhvern hárgreiðslunema eyðileggja hársrótina mína með ætandi efnum og breyta mér í ígildi lambs. Mér finnst hugmyndin soldið spennandi af því að:

a) ókeypis - allt er gott sem er ókeypis
b) ég var svoleiðis útlítandi öll mín menntaskóla ár og nostalgían segir til sín
c) þykir það ekki ennþá gasalega hallærislegt? Ég veit ekki um neinn sem gerir slíkt við hárið á sér í dag. Straujað og stælt er málið. Það býr alltaf lítill púki í mér sem sækir í að vera á móti tískunni. Hallærislegheitin lokka.

Það er bara spurning hvor að þrjár veikar ástæður gera saman eina stóra.

Á ég að skella mér út í óvissuna eða er hægt að bjarga mér frá tískuslysi aldarinnar og meðfylgjandi félaglegri útskúfun?

5 ummæli:

Siggadis sagði...

Blessuð góða, láttu slag standa...! Vaða út í óvissuna, ríða á vaðið, stökkva út í Djúpu... en eru við nokkuð að tala um lambakrullur? Eru þetta ekki bara liðir? Held að solleis gæti farið yður vel... veit ekki með rolluna... humm...

Ásta sagði...

Það er nefnilega merkilega grunnt á minni innri rollu. Þ.e.a.s. ég tek fjarskalega vel við permanenti. En kannski hafa aðferðirnar og efnin breyst á síðustu 14 árum?

Skotta sagði...

do it! Það er þá alltaf hægt að fara nógu mikið í sund og gufu til að slétta það aftur.

fangor sagði...

tjah, ef þú ert tilbúin til að klippa þig stutt ef útkoman er hryllingur skaltu láta vaða, annars ekki.

Siggalára sagði...

Jó! Má ég bara benda á að á svona tímabilum þurfa allar svona ákvarðanir að fara rækilega í gegnum leikstjóra. Nema menn vilji lenda í að leika með hárkollur, sem ég get ekki mælt með...