mánudagur, október 31, 2005
Helgi smelgi. Þessi var ósköp ljúf ef tíðindalaus. Laugardaginum var eytt sem oftar vestur á Eyjarslóð þar sem öllu leikritinu var rennt ca. 70% handritslausu. Stefnir, svei mér þá, bara í leikrit.
Um kvöldið var mætt aftur út í Örfirisey og baunasúpa, að hætti Sigrúnar Óskarsdóttur, etin - svo góð að hún mun sennilega fara inn í baunasúpuannála sem besta baunasúpa sem boðið hefur verið upp á og að því loknu öll lögin í leikritinu kyrjuð. Mér tókst að vísa að hljóma eins og stunginn grís og reyndi af veikum mætti að dylja það sem sorg og ekka en varð nú ekki um sel. Gat verið að ég væri allt í einu svona stressuð að syngja fyrir fjórar hræður? Mörgum klukkutímum síðar áttaði ég mig á ástæðunni. D'oh! Þetta horfir því allt til batnaðar og er planið að syngja eingöngu sem óstunginn grís hér eftir.
Ekki tókst mér að finna djammstuðið þessa helgi og hélt því heim á leið, bláedrú, um miðnætti og sökkti mér ofan í sálarangist stúlknanna sem keppast um að fá að verða aðalmódelið í Bandaríkjunum.
Eftir epískt letikast á sunnudeginum kíkti ég í heimsókn til foreldranna og borðaði þar kvöldmat. Kom aftur úr þeirri för með hálflasna handryksugu. Aldrei skal maður fara tómhentur heim frá því húsi. Ekki veit ég hvar hún á komast fyrir á alltof litlu heimilinu en var sjálfsagt hin brýnasta nauðsyn.
Ég gerði heiðarlega tilraun til heimalærdóms í gærkvöldi - kláraði næstum því hljómaröðina en strandaði á vii6 sem skiptihljómi sem ég er ekki alveg viss um hvað er. Henti síðan Sibeliusi inn í tölvuna og pikkaði inn ryþmaæfingarnar fyrir tónheyrnina. Hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Var alltof lengi að dytta að því og skreið loks í rúmið upp úr 1.
Kl. hálf tvö ákvað nágranni á efri hæðinni í austurhluta hússinn að nú væri kjörinn tími til að blasta "China in your hand" með hinn víðfrægu hljómsveit T'Pau á hæsta styrk. Sumt fólk á skilið að skjóta á færi fyrir ekki aðeins tónmengun heldur hreinlega tónlistarsmekkinn. T'Pau var líka vond tónlist fyrir 17 árum.
Um kvöldið var mætt aftur út í Örfirisey og baunasúpa, að hætti Sigrúnar Óskarsdóttur, etin - svo góð að hún mun sennilega fara inn í baunasúpuannála sem besta baunasúpa sem boðið hefur verið upp á og að því loknu öll lögin í leikritinu kyrjuð. Mér tókst að vísa að hljóma eins og stunginn grís og reyndi af veikum mætti að dylja það sem sorg og ekka en varð nú ekki um sel. Gat verið að ég væri allt í einu svona stressuð að syngja fyrir fjórar hræður? Mörgum klukkutímum síðar áttaði ég mig á ástæðunni. D'oh! Þetta horfir því allt til batnaðar og er planið að syngja eingöngu sem óstunginn grís hér eftir.
Ekki tókst mér að finna djammstuðið þessa helgi og hélt því heim á leið, bláedrú, um miðnætti og sökkti mér ofan í sálarangist stúlknanna sem keppast um að fá að verða aðalmódelið í Bandaríkjunum.
Eftir epískt letikast á sunnudeginum kíkti ég í heimsókn til foreldranna og borðaði þar kvöldmat. Kom aftur úr þeirri för með hálflasna handryksugu. Aldrei skal maður fara tómhentur heim frá því húsi. Ekki veit ég hvar hún á komast fyrir á alltof litlu heimilinu en var sjálfsagt hin brýnasta nauðsyn.
Ég gerði heiðarlega tilraun til heimalærdóms í gærkvöldi - kláraði næstum því hljómaröðina en strandaði á vii6 sem skiptihljómi sem ég er ekki alveg viss um hvað er. Henti síðan Sibeliusi inn í tölvuna og pikkaði inn ryþmaæfingarnar fyrir tónheyrnina. Hefði átt að gera það fyrir löngu síðan. Var alltof lengi að dytta að því og skreið loks í rúmið upp úr 1.
Kl. hálf tvö ákvað nágranni á efri hæðinni í austurhluta hússinn að nú væri kjörinn tími til að blasta "China in your hand" með hinn víðfrægu hljómsveit T'Pau á hæsta styrk. Sumt fólk á skilið að skjóta á færi fyrir ekki aðeins tónmengun heldur hreinlega tónlistarsmekkinn. T'Pau var líka vond tónlist fyrir 17 árum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þetta er náttúrulega glæpastarfsemi og ekkert annað. legg til að þú hefnir þín og vekjir nágrannann með einhverju vel völdu gauli úr barka aaron neville.
Skrifa ummæli