miðvikudagur, desember 21, 2005
Lét loks undan þrýstingi og sett upp Firefox. Ein breytingin sem ég hef orðið vör við (enn sem komið er) er að nú byrjar spilarinn á þessu hér bloggi að spila lögin sjálfkrafa - þótt ég hafi hann þannig stilltan að fyrst þurfi að smella á play. Þetta þykja mér ekki alveg nógu góð skipti og væri til í að fá ábendingar um hvernig má laga þetta hið snarasta. Á meðan er Auður með nákvæmlega eins spilara á sínu bloggi (copy/paste frá mínu) og hann hagar sér allt öðruvísi. Undarlegt. Er það bara ég sem er að lenda í þessu?
Afmælisdagurinn var sérkennilegur og vil ég hérmeð senda framtíðarsjálfi mínu þá ábendingu að eiga ekki aftur afmæli nema að vera vel úthvíld og helst laus við allar hormónasveiflur. Var að öðru leiti hið besta mál; fólk kom í heimsókn, pakkar gáfust, afmælissöngurinn sunginn samtals fjórum sinnum af tveimur mismunandi manneskjum - þar af þrisvar af annarri - o.s.frv.
Ennþá eru til smákökur, súkkulaði og jólabjór þannig að gestir og gangandi eru velkomnir í heimsókn að aðstoða við útrýminguna.
Afmælisdagurinn var sérkennilegur og vil ég hérmeð senda framtíðarsjálfi mínu þá ábendingu að eiga ekki aftur afmæli nema að vera vel úthvíld og helst laus við allar hormónasveiflur. Var að öðru leiti hið besta mál; fólk kom í heimsókn, pakkar gáfust, afmælissöngurinn sunginn samtals fjórum sinnum af tveimur mismunandi manneskjum - þar af þrisvar af annarri - o.s.frv.
Ennþá eru til smákökur, súkkulaði og jólabjór þannig að gestir og gangandi eru velkomnir í heimsókn að aðstoða við útrýminguna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Prufaði að opna í Firefox, en það spilaðist ekki sjálfkrafa núna, en gerði það einhvern tíma um daginn.
Og til hamingju með afmælið í gær. Komst ekki lönd né strönd fyrir hreyfifötlun og gengdarlausu þýðingaannríki. (Sem fer reyndar ágætlega saman.)
Gleðileg jól
mamma
Skrifa ummæli