fimmtudagur, maí 18, 2006
Allir svo taugaveiklaðir út af Eurovision. Hvernig er það, gefum við ekki frat í þessa keppni á hverjum ári þegar við komumst ekkert áfram? Man ekki betur en Gísli Marteinn hafi riðið á vaðið með blammeringar og fýluskap um leið og úrslitin voru lesin upp í undankeppninni í fyrra. Nágrannaklíkur og leiðindapakk o.s.frv.
Ég stóð því fastlega í þeirri meiningu að þegar íslenska þjóðin kaus gervipersónuna Silvíu Nótt með gervilagið sitt að hún vissi að þar fengi hún gervikeppanda. Að við værum þreytt á að senda litlaus og falleg lög sem væru hunsuð út í eitt og vildum að einhver tæki eftir okkur - sama hvað það kostaði. Jæja, þeir tóku eftir okkur - við megum klappa okkur á bakið með það.
Hvað ætli hefði gerst ef Silvía hefði haldið að sér höndunum - ekki verið með neina stæla og flutt lagið án nokkurs umtals? Hefði fólk ekki gagnrýnt hana umvörpum fyrir að sýna ekki sína réttu liti og ganga alla leið með brandarann? Og hver man ekki hver fyrstu viðbrögðin við þátttöku hennar hérna heima voru: þ.e. mun Evrópa fatta brandarann? Allir búnir að gleyma því? Við kusum hana samt - og við berum því ábyrgðina.
Allt þetta út af sjálfhverfu og sakleysislegu grínlagi með ágætis hrynjandi. Þegar öll kurl eru komin til grafar þá er allt betra en "Birta."
Hvað mig varðar þá er ekkert sem íslenska framlagið getur gert til að skemma stemninguna. Það er jú gaman að bíða eftir "sínu" lagi með hjartað hálfa leið niður í buxur en það er svo mikið að gerast þarna og okkar framlag aðeins hluti af risastórum pakka. T.d. að setjast niður í góðra vina hóp og upphefja og úthrópa keppendur af mikli kappi. Þannig hefur það verið síðustu ár og aldrei klikkað hingað til. Og sem er það sem ég ætla að gera heima hjá Siggu Lára seinna í dag - með glöðu geði.
Ég stóð því fastlega í þeirri meiningu að þegar íslenska þjóðin kaus gervipersónuna Silvíu Nótt með gervilagið sitt að hún vissi að þar fengi hún gervikeppanda. Að við værum þreytt á að senda litlaus og falleg lög sem væru hunsuð út í eitt og vildum að einhver tæki eftir okkur - sama hvað það kostaði. Jæja, þeir tóku eftir okkur - við megum klappa okkur á bakið með það.
Hvað ætli hefði gerst ef Silvía hefði haldið að sér höndunum - ekki verið með neina stæla og flutt lagið án nokkurs umtals? Hefði fólk ekki gagnrýnt hana umvörpum fyrir að sýna ekki sína réttu liti og ganga alla leið með brandarann? Og hver man ekki hver fyrstu viðbrögðin við þátttöku hennar hérna heima voru: þ.e. mun Evrópa fatta brandarann? Allir búnir að gleyma því? Við kusum hana samt - og við berum því ábyrgðina.
Allt þetta út af sjálfhverfu og sakleysislegu grínlagi með ágætis hrynjandi. Þegar öll kurl eru komin til grafar þá er allt betra en "Birta."
Hvað mig varðar þá er ekkert sem íslenska framlagið getur gert til að skemma stemninguna. Það er jú gaman að bíða eftir "sínu" lagi með hjartað hálfa leið niður í buxur en það er svo mikið að gerast þarna og okkar framlag aðeins hluti af risastórum pakka. T.d. að setjast niður í góðra vina hóp og upphefja og úthrópa keppendur af mikli kappi. Þannig hefur það verið síðustu ár og aldrei klikkað hingað til. Og sem er það sem ég ætla að gera heima hjá Siggu Lára seinna í dag - með glöðu geði.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Heyr heyr!
JYJ
Skrifa ummæli