fimmtudagur, maí 11, 2006

Ég er farin að vakna kl. hálf sjö á hverjum morgni - algjörlega óháð því hvenær ég fór að sofa.

Vill einhver segja líkama mínum að hann sé Íslendingur, hafi alltaf verið og ég taki það ekki í mál að hann fari að standa í þessari vitleysi á 34. aldursári þótt það sé orðið albjart á morgnana?

4 ummæli:

fangor sagði...

já, ef þú segir barninu mínu að hætta að vekja mig klukkan 4, 5 og sex á hverjum morgni.

Nafnlaus sagði...

Ásta mín, það hefur verið langlægt fyrir Íslendinga að sofa minna á sumrin vegna birtunnar. Þú hefur bara gott af því kv. mamma

Gadfly sagði...

Hvað rea aðð því að vakna klukkan 7?

Ásta sagði...

Hálf 7. Þegar maður hefur farið að sofa kl. 1? Aðallega mikil þreyta þegar líður á daginn.