miðvikudagur, desember 17, 2003
Finnst ekki öllum gaman að spila? Það er a.m.k. alltaf að bætast í spilaflóruna um hver jól. Það nýjasta sem ég sé í búðum er Idol spilið og hnýsispilið Mr. & Mrs. Spurningaspilin eru þó alltaf jafn vinsæl og ef ég man rétt er verið að endurútgefa Gettu betur spilið með nýjum spurningum. Gott og blessað. Það sem mér finnst bara svo pirrandi eru öll hin röngu svör við spurningum. Þau eru að vísu ekki mörg en alltaf jafn óþolandi. Meg Ryan og Tom Hanks hafa leikið saman í ÞREMUR myndum - ekki tveimur. Naked Gun spurningarnr eiga við allar þrjár myndirnar - ekki bara einhverja eina. Þórhallur Sigurðsson (Laddi) er ekki sami maðurinn og Þórhallur Sigurðsson leikstjóri. En stundum þarf maður að bíta í það súra og svara eins og stendur á spjaldinu þótt maður viti betur. Ég er hins vegar með lausnina. Ég er búin að finna upp nýtt spil í spilaflóruna: ég sé fram á að það komi út fyrir jólin 2004 og það heitir Hálfviti.
Markmiðið með Hálfvita er ekki að sýna hvaða visku þú býrð yfir heldur þarftu að afsanna að þú sért, í raun, hálfviti.
Á yfirborðinu virkar það eins og Trivial Pursuit- þú færð spurningu sem þú síðan þarft að svara - spurningin má jafnvel vera flokkuð eftir landafræði, sögu, bókmenntum o.s.frv. En þegar kemur að svarinu birtist hið hálfvitalega tvist. Aðeins ca. helmingur svaranna er í raun réttur - hinn helmingurinn er vísvitandi rangur. Það er svo undir hverjum hálfvita komið að vita hvort um rétt eða rangt svar er að ræða.
Dæmi:
Hálfviti: "Æi fæ bara landafræðispurningu"
Spurning: "Í hvaða heimsálfu er Argentína
Hálfviti: "Æi ég man það ekki"
Svar: "Asíu"
Hálfviti: "Ó."
Eins og allir heilvita menn og konur vita er Argentína í Suður-Ameríku og kemur það fram á spjaldinu þótt vitlaust svar sé lesið upp. Ef hálfvitinn hins vegar véfengir ekki svarið fær hann einhvers konar mínusstig. Ef hann véfengir svarið en kemur með ennþá heimskulegra svar fær hann enn fleiri mínusstig. Ef hann hins vegar véfengir svarið og kemur með rétt svar fær hann plússtig. Sá vinnur sem er minnsti hálfvitinn.
Ég mundi kaupa það.
Markmiðið með Hálfvita er ekki að sýna hvaða visku þú býrð yfir heldur þarftu að afsanna að þú sért, í raun, hálfviti.
Á yfirborðinu virkar það eins og Trivial Pursuit- þú færð spurningu sem þú síðan þarft að svara - spurningin má jafnvel vera flokkuð eftir landafræði, sögu, bókmenntum o.s.frv. En þegar kemur að svarinu birtist hið hálfvitalega tvist. Aðeins ca. helmingur svaranna er í raun réttur - hinn helmingurinn er vísvitandi rangur. Það er svo undir hverjum hálfvita komið að vita hvort um rétt eða rangt svar er að ræða.
Dæmi:
Hálfviti: "Æi fæ bara landafræðispurningu"
Spurning: "Í hvaða heimsálfu er Argentína
Hálfviti: "Æi ég man það ekki"
Svar: "Asíu"
Hálfviti: "Ó."
Eins og allir heilvita menn og konur vita er Argentína í Suður-Ameríku og kemur það fram á spjaldinu þótt vitlaust svar sé lesið upp. Ef hálfvitinn hins vegar véfengir ekki svarið fær hann einhvers konar mínusstig. Ef hann véfengir svarið en kemur með ennþá heimskulegra svar fær hann enn fleiri mínusstig. Ef hann hins vegar véfengir svarið og kemur með rétt svar fær hann plússtig. Sá vinnur sem er minnsti hálfvitinn.
Ég mundi kaupa það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli