miðvikudagur, desember 10, 2003

Nú líða fer að jólum.

Ég á hálf bágt með að trúa því sem ég er að fara að gera. Eftir því sem líður á mánuðinn ágerist jólastemningin og er það eðlilegt. Skyndilega er þetta allt að bresta á og kominn tími til að hysja upp brækurnar og klára jólagjafainnakaupin. Siggalára bryddaði upp á því um daginn að ég væri svo gjörn á að gefa fólki það sem það langar í frekar en það sem það vantar. Ekki veit ég hvort það stenst í öllum tilfellum - galdurinn við að gefa fólki jólagjafir sem það fílar er einfaldlega að hlusta á fólk, muna eftir einstaka áhugasviðum og reyna soldið að setja sig í þeirra spor. Það tekst þó auðvitað misvel en maður verður bara að vona hið besta.

Ég fór í það minnsta að reyna að setja mig í spor þeirra sem ætla að gefa mér jóla/afmælisgjafir. Hef ég verið nægilega dugleg að láta mínar skoðanir í ljós? Þegar ég hugsa málið hef ég ekki hugmynd um hvað aðrir mundu telja vera hina fullkomnu gjöf handa mér. Er það ekki bara uppgerðar hógværð og lítillæti að láta ekkert uppi? Eða kemst maður í hóp með gráðugum 8 ára krökkum í Pokemon vímu ef maður býr til lista (er Pokemon-æðið annars ennþá í gangi - hefur nýtt æði tekið við?) Er bjartsýnin/græðgin alveg að gera út af við mann ef hlutir á listanum kosta meira en 2000 kr?

Hér er í öllu falli listinn. Hann inniheldur alla þá hluti sem mig bæði langar og í og ég tel mig vanta. Fólki er að sjálfsögðu frjálst að hunsa hann með öllu:

Kryddhilla (til að setja upp á vegg)
Sódastreamtæki
Svunta (ekki mittissvunta)
DVD spilari (þeir eru orðnir svo ódýrir)
Diskamappa (fyrir svona 240 stk. - til að byrja með)


Bækur/plötur/dvd/spil/dót er síðan alltaf vel þegið og hef ég engar sérstakar óskir í þeim efnum (dreg mörkin við að troða Amazon óskalistanum upp á fólk) og er opin fyrir öllu því sem fólki finnst skemmtilegt.

Þá er þessi vandræðalegi kafli úr vegi og ég get farið að hlakka skammlaust til jólanna.

Engin ummæli: