fimmtudagur, desember 18, 2003

Ég hef ákveðið að senda ekki jólakort þetta árið. Skyndilega er bara kominn 18. desember og ég gæti svarið að það sem af er þessu mánuði tók í mesta lagi viku að líða. Veikindi undanfarinna daga hafa heldur ekki hjálpað upp á og nú þegar ég er að byrja að skríða saman fá aðkallandi verkefni í vinnunni og jólagjafainnkaup allan forgang.

Afmælisáætlanir standast ennþá og planið er að kíkja í bíó á morgun. Á mynd sem heitir Lord of the Rings: The Return of the King. Liggaliggalá! Þeir sem þurfa að bíða eftir myndinni fram yfir jól - jafnvel áramót (greyin) - geta skemmt sér yfir þessu á meðan. Eða þessu.

Engin ummæli: