þriðjudagur, desember 02, 2003
Ég get ekki sagt að jólamánuðurinn byrji neitt sérstaklega skemmtilega. Það er borað í alla veggi í vinnunni sem aldrei fyrr, kettirnir hatast ennþá, allt í kringum mig er skítugt, ég er alltaf þreytt og klósettið situr ennþá á tröppunum mínum - nú með vask sem félagskap.
Nú verður eitthvað drastískt að gerast! Ég er farin í ljós. Veit einhver um góða og ódýra stofu til slíks? Ég var að spá í svona 4-5 tíma - ná af mér mesta sleninu. Helst vildi ég eyða næsta mánuði á strönd í Flórída en það verður ekki á allt kosið.
Þessir ljósatímar eru liður í því að koma mér í meira jólaskap. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun í nóvember að ég ætlaði ekki að byrjað á jólaundirbúningnum fyrr en á aðventu en nú er eitthvað svo erfitt að koma sér í gír. Sérstaklega þar sem allur snjórinn er horfinn. Aðventuljósin eru kominn út í glugga og jólakortapokinn á nagla. Ég hef meira að segja verið iðin við að baka - þótt kökurnar hafi staldra stutt við. Jólalögin hjálpa til - meira að segja Helga Möller! Kíkið á síðuna hennar Jóhönnu Ýr ef þið þjáist af jólalagasvelti.
Klukkan er orðin 4 - boranir byrjaðar fyrir alvöru og ég er flúin. Þið getið fundið mig seinni partinn í afslöppun á Unganum.
Nú verður eitthvað drastískt að gerast! Ég er farin í ljós. Veit einhver um góða og ódýra stofu til slíks? Ég var að spá í svona 4-5 tíma - ná af mér mesta sleninu. Helst vildi ég eyða næsta mánuði á strönd í Flórída en það verður ekki á allt kosið.
Þessir ljósatímar eru liður í því að koma mér í meira jólaskap. Ég tók þá meðvituðu ákvörðun í nóvember að ég ætlaði ekki að byrjað á jólaundirbúningnum fyrr en á aðventu en nú er eitthvað svo erfitt að koma sér í gír. Sérstaklega þar sem allur snjórinn er horfinn. Aðventuljósin eru kominn út í glugga og jólakortapokinn á nagla. Ég hef meira að segja verið iðin við að baka - þótt kökurnar hafi staldra stutt við. Jólalögin hjálpa til - meira að segja Helga Möller! Kíkið á síðuna hennar Jóhönnu Ýr ef þið þjáist af jólalagasvelti.
Klukkan er orðin 4 - boranir byrjaðar fyrir alvöru og ég er flúin. Þið getið fundið mig seinni partinn í afslöppun á Unganum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli