mánudagur, desember 22, 2003

Íslenskt aðfangadagskvöld árið 1975Við Svavar vinnufélagi minn (og ekki Hr. Muzak enda ekki einu sinni hægt að rugla þeim tveimur sama á myrkasta degi ársins) ætlum að skella okkur í verkalýðsmálin á nýju ári. Þegar farið er að rýna í kjarasamninga síðustu ára kemur nebblilega ýmislega misjafnt í ljós. Vinna á aðfangadag og gamlársdag! Hverjum datt þessi vitleysa í hug? Nú vill til að ég starfa hjá skynsamri stofnun sem dettur ekki í hug að láta starfmenn sína mæta í eitthvað tilgangsleysi og hangs á þessum dögum en ef ekki fyrir slíka náð og miskunn væri ég tilneydd til að dröslast fram úr rúmi fyrir alla aldir á þessum hátíðisdögum og jafnvel neyðast til að leggja nafn Guðs við hégóma. Á meðan farið er svona svínslega með hið vinnandi fólk í landinu yfir hátíðirnar er 1. maí talinn merkari dagur. Á skírdag og föstudaginn langa er víst ótækt að vinna svo fólk getið setið heima við bænahald. Það sama á við um uppstigningadag, sumardaginn fyrsta, annan í páskum og annan í hvítasunnu. Á meðan allt lék í lyndiHvar er hálfvitinn sem ákvað að þessir daga væru allir sem einn heilagri heldur en aðfangadagur? Er verið að apa eftur útlendum fyrirmyndum sem neita að viðurkenna hinn eina rétta "jóladag"? Að maður tali nú ekki um frídag verslunarmanna sem allir landsmenn fá að njóta fyrir utan - oftar en ekki - verslunarmenn. Fyrir hönd jólanna er mér misboðið og mun krefjast réttlætis - að minnsta kosti jafnréttis - með hækkandi sól.
Nú er gamlársdagur mjög sérstakur dagur í þjóðarvitund en sækir hins vegar ekki í hina kristnu tilbeiðsluhefð og er því kannski sök sér ef kjarasamningar krefjast viðveru í vinnu. Það er bara svo leiðinlegt að vera geispandi í partýinu.

Engin ummæli: