mánudagur, desember 08, 2003

Vaknaði kl. 9:22 í morgun og var mætt til vinnu 8 mínútum síðar þar sem ennþá átti eftir að ganga frá matnum frá því á föstudaginn. Machintosh og laufabrauð út um allt. Enginn tók eftir því að ég mætti of seint enda erfitt að einbeita sér þar sem Einar Har. var að blasta nýja jólalagi Baggalúts á 150 desíbelum. Ég lét hann lækka - sem betur fer því það hefur verið nokkurn veginn stanslaust á repeat síðan þá. Iron Maiden-leg lög eru full orkurík fyrir mig svona nývaknaða.

Helgin var ósköp róleg og notaleg.1 Mikið borðað. Kíktum í jólahúsið og búðir. Akureyringum finnst miklu skemmtilegra að skreyta húsin sín heldur Reykvíkingum. Rakst á Júlla fyrir utan Nettó þar sem hann var að selja nýja geisladiskinn sinn. Ég kenndi fólki backgammon og fór að sofa kl. 11 bæði kvöldin. Fór í sund á sunnudeginum og missti mig í the Body Shop seinna um daginn. Fann ekki nýtt aðventuljós þrátt fyrir ítrekaða leit í bæði Rúmfatalagernum og Byko. Ætli ég verði ekki að kíkja í almennilega búð og kaupa almennilegt ljós þótt það verði aðeins dýrara heldur en Byko draslið. Á reyndar Ikea eftir.

Hef annars frá litlu að segja og er að reyna að fresta árás minni á reikningaturnana sem bíða mín með þessu stefnulausa röfli.

Þeir eru háir og boða fátt gott.

*hrollur*

1 Fyrir þá sem ekki vita þá átti pabbi afmæli á laugardaginn og öll fjölskyldan skellti sér því í helgarferð til Akureyrar.

Engin ummæli: