laugardagur, desember 20, 2003

Lítið í fréttum. Fór á LOTR: ROTK í gærkvöldi. Ágætis ræma. Alls ekkert hýrasta mynd sem sést hefur í háa herrans tíð. Nei nei.

Annars góðar fréttir - ég er ekki lengur með klósett og vask á tröppunum. Illi leigjandi dragnaðist loksins til að fjarlæga draslið í gærkvöldið. Ég er ekki lengur í beinni samkeppni við ruslahaugana um "sérstakasta" garð Reykjavíkur.

Ég hefði unnið.

Eru annars einhverjir ruslahaugar eftir? Er ekki öllum úrgangi smekklega raðað til Sorpu í dag? Þá get ég sagt ykkur það með fullvissu að síðasta almennilegi ruslahaugurinn var að hverfa úr bænum í gær.

Er að fara núna í hádeginu á Ask að borða með foreldrunum. Síðan mun dagurinn (vonandi) fara í hreingerningar á heimilinu (oft var þörf...) og kokteildrykkju í kvöld. Sjáumst.

Engin ummæli: