miðvikudagur, febrúar 25, 2004
Alveg er það merkilegt hvað góður nætursvefn getur gert fyrir vellíðan, geðheilsu og afkastagetu heilans. Er ný og og endurbætt manneskja þrátt fyrir leikæfingu dauðans í gær (5 tímar!) Það sem bjargaði miklu var að mestur tíminn fór í skipulagninu á skiptingu en leikritið sjálft (þrátt fyrir smá klikk sem birtast alltaf á elleftu stundu) er farið að renna ansi ljúflega niður. Maður stendur sig skyndilega að því að hlæja aftur að bröndurum sem hættu að vera fyndnir um miðjan janúar. Smink og hárkollur gera allt í einu gæfumuninn upp á lúkkið og fjandans búningarnir eru svo til tilbúnir. Komi þessi frumsýning bara!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli