Frumsýning í kvöld! Nú kemur loksins í ljós hvort allt streð undanfarinna vikna hafi verið erfiðisins virði. Það eins gott að þið hlæið! Samt frekar með okkur en að okkur. Er núna stödd úti á nesi hjá foreldrunum en er á leið heim áður en haldið er upp í leikhús að sminka liðið (sem ég er einhverra hluta vegna lent í á síðustu stundu.) Er markvisst í því að hlífa hægri fæti sem má ekki við miklu meira en veit samt fyrir víst að þegar ég kem á sviðið gleymast allir verkir (verkir smerkir!) og adrenalínið tekur völdin. Bara ekki óska mér fótbrots - ein tá var alveg nóg.
laugardagur, febrúar 28, 2004
Frumsýning í kvöld! Nú kemur loksins í ljós hvort allt streð undanfarinna vikna hafi verið erfiðisins virði. Það eins gott að þið hlæið! Samt frekar með okkur en að okkur. Er núna stödd úti á nesi hjá foreldrunum en er á leið heim áður en haldið er upp í leikhús að sminka liðið (sem ég er einhverra hluta vegna lent í á síðustu stundu.) Er markvisst í því að hlífa hægri fæti sem má ekki við miklu meira en veit samt fyrir víst að þegar ég kem á sviðið gleymast allir verkir (verkir smerkir!) og adrenalínið tekur völdin. Bara ekki óska mér fótbrots - ein tá var alveg nóg.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli