þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Saltkjötið fór vel í maga og baunirnar voru alveg látnar vera. Skyldum sprengidagsins hefur verið gert skil. Bolludagurinn var líka heiðraður á viðeigandi hátt og tókst mér að torga alls þremur bollum í gær. Ég er afskaplega stolt af sjálfri mér fyrir að fylgju rótgrónum íslenskum hefðum þetta vel. Nú er bara spurning með öskudaginn. Einn starfsmaður á afmæli í dag og bauð vinnufélögunum upp á bakkelsi og meððí í morgun. Var þessu tekið fagnandi og lundin létt þar sem við röðuðum fríum veitingunum í okkur (allt sem er óskeypis bragaðst best.) Í slíkri rúnstykkisvímu varð mér það á að stinga upp á því að við - þessi litla stofnum - skyldum heiðra öskudaginn með því að trítla upp á hæðina fyrir ofan okkur og syngja fyrir starfsmenn þeirrar stofnunar og biðja um nammi. Þóttist ég nú afskaplega fyndin. En ekki nógu fyndin því vel - alltof vel - var tekið í hugmyndinga og fólk byrjaði að leggja drög að því að láta hana gerast. Kannski er það þess vegna sem ég er að vonast eftir flensu. Er tilbúin að fórna öllum leikæfingum sem eftir eru til að forða þá niðurlægingu.
Talandi um - líður nú að frumsýningu. Eins og alltaf er venjan fá aðstandendur sýningarinnar 2 frímiða sem þeir geta notað til að bjóða fólki á frumsýningu (eða einhverja aðra sýningu.) Nú man ég bara ekki hvort ég var búin að lofa einhverju miða á þessa frumsýningu og þarf því að fá að vita eftirfarandi:
1. Er einhver sem telur sig eiga frátekinn miða hjá mér?
2. Hver vill mæta á frumsýningu?
Fyrir þá sem ekki vita er Sirkus átakanlega raunsæisverk um baráttu íslensku þjóðarinnar við að fóta sig í efnahagslífinu í kjölfar sjálfstæðis. Við munum m.a. syngja harmaljóð um rassgatíbalatúkall. Tárin munu flæða.
Talandi um - líður nú að frumsýningu. Eins og alltaf er venjan fá aðstandendur sýningarinnar 2 frímiða sem þeir geta notað til að bjóða fólki á frumsýningu (eða einhverja aðra sýningu.) Nú man ég bara ekki hvort ég var búin að lofa einhverju miða á þessa frumsýningu og þarf því að fá að vita eftirfarandi:
1. Er einhver sem telur sig eiga frátekinn miða hjá mér?
2. Hver vill mæta á frumsýningu?
Fyrir þá sem ekki vita er Sirkus átakanlega raunsæisverk um baráttu íslensku þjóðarinnar við að fóta sig í efnahagslífinu í kjölfar sjálfstæðis. Við munum m.a. syngja harmaljóð um rassgatíbalatúkall. Tárin munu flæða.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli