þriðjudagur, febrúar 24, 2004
Bah - leikhúslífið tekur á. Ég er ekki alveg nógu vön svona keyrslu og veit ekki almennilega hvort ég hef rétt á að kvarta eður ei. Vældi soldið á æfingunni í gær út af smámunum og hef vonandi fengið alla þá útrás fyrir þá þörf sem ég hef rétt á. Er núna að spá í hvort ég sé að verða veik - líður óeðlilega tuskulega svona annan hvern dag - en það er sennilega bara þreyta í bland við ótta/óskhyggju. Var með einhver bjartsýnisplön um að fara í sund í hádeginu en það er sennilega ekki mjög gáfulegt í þessu skítakulda sem er úti núna.
Hef grun um að saltkjöt og baunir séu allra meina bót og ætla að skreppa upp núna og sannreyna þá tilgátu.
Hef grun um að saltkjöt og baunir séu allra meina bót og ætla að skreppa upp núna og sannreyna þá tilgátu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli