þriðjudagur, febrúar 17, 2004

Heimili mitt er orðið heilbrigðisvandamál. Það kom að því.

Við fengum s.s. heimsókn frá fulltrúa heilbrigðiseftirlitsins í gær. Ég var ekki heima en þessi góða kona talaði við Siggu Láru sem var bara rétt nýbúin að jafna sig á handrukkurunum. Nágrannarnir höfðu kvartað undan draslinu í bílastæðinu sem tilheyrir efri hæðinni og skyldi engan undra. Það er eiginlega ekki hægt að að lýsa því - þeir sem hafa ekki kíkt í heimsókn til mín undanfarinn mánuð verða að renna við og líta á ósköpin áður en það verður um seinan. Ég var oft búin að pirrast undan draslinu en það gerist allt svo hægt hjá þessu fólki sem er með endalausar birgðir af afsökunum. En nú eru yfirvöld komin í málið og kannski verður garðurinn einhvern tímann jafn vistlegur og hann var einu sinn:

Hreinn og fallegur garður að sumarlagi Ca. 1978

Ég spurði einn samstarfsmann um það hvernig þetta heilbrigðisferli gengi fyrir sig og hann sagði að hún (konan á efri hæðinni) yrði einfaldlega bögguð fast og illa þangað til hún hlýddi. Það gæti hins vegar tekið óralangan tíma. Sem örþrifaráð mundi borgin svo láta fjarlægja draslið á kostnað eiganda en það gerðist ekki fyrr en allar aðrar leiðir hefðu verið kannaðar. Ég hef bara mestar áhyggjur af því að einhver reyni að eigna mér eitthvað af hrúgunni.

Engin ummæli: