fimmtudagur, febrúar 05, 2004
Ég minntist á það við nokkra aðila í vinnunni að hinar stanslausu boranir vegna lyftuframkvæmdanna gerðu mig líkamlega veika. Ég var farin að finna fyrir mikilli ógleði eftir því sem leið á vinnudaginn og skorti á einbeitingu og gat ekki betur fundið en að hinum hávaðamiklu borunum væri um að kenna. Aldrei þessu vant hef ég ekki heyrt í einum einasta bor í dag. Nú veit ég ekki hvort um tilviljun er að ræða eða hvort einhver hafi virkilega tekið mark á kvörtunum mínum en svo mikið er víst að mér líður margfallt betur. Engin ógleði og ég get einbeitt mér að því sem ég þarf að gera. Jafnvel bloggað. Ég vil fastlega meina að hávaðamegnun sé orsök alls sem hefur angrað mig undanfarna mánuði. Sambýliskona mín var með einhverjar kenningar um að hún hefði svona svæfandi áhrif á fólkið í kringum sig sem er auðvitað firra. Við erum að tala um ömurleg vinnuskilyrði í bland við of lítinn svefn og ekki orð um það meir.
Hvað leigjendaævintýri mín varðar er ég laus við litla dópistann en ekki kominn með nýjan í staðinn. Leigjanda þ.e.a.s. - hef engin not fyrir dópista á þessari stundu. Strákurinn sem hefur gengið á eftir mér með skráargöt í augunum vegna herbergisins núna í þrjár vikur kom loks í gær og kíkti á dýrðina. Og varð fyrir vonbrigðum. Ég á ekki von á að hann taki herbergið. Þannig að ... þekkir einhver einhvern? Sakar ekki að spyrja.
Hvað leigjendaævintýri mín varðar er ég laus við litla dópistann en ekki kominn með nýjan í staðinn. Leigjanda þ.e.a.s. - hef engin not fyrir dópista á þessari stundu. Strákurinn sem hefur gengið á eftir mér með skráargöt í augunum vegna herbergisins núna í þrjár vikur kom loks í gær og kíkti á dýrðina. Og varð fyrir vonbrigðum. Ég á ekki von á að hann taki herbergið. Þannig að ... þekkir einhver einhvern? Sakar ekki að spyrja.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli