föstudagur, febrúar 06, 2004

Mér varð það víst á í gær hérna á blogginu að kalla Siggu Láru sambýliskonu mína . Þetta fór mikið fyrir brjóstið á móður minni sem tilkynnti mér í morgun að fólk "gæti misskilið". Því þótt Sigga Lára sá kona og við búum saman er hún auðvitað alls ekki sambýliskona mín í "þeirri" merkingur orðiðs. Og guð og allar velviljaðar æðri vættir forði ókunnugu fólki frá því að draga svona hrapalega rangar ályktanir vegna notkunnar á einu orði.

Ef satt skal segja vissi ég nákvæmlega hvað ég var að gera þegar ég notaði þetta orð - ég gerði mér grein fyrir að einhverjir gætu mögulega misskilið og á ég að segja ykkur svolíðið sjokkerandi? Mér er svo hjartanlega sama. Næst - þegar og ef - einhver telur mig vera "sambýliskonu" og jafnvel eiga "sambýliskonu" ætla ég að segja: "Ég þakka hólið en því miður er það ekki rétt." Ef svo mikið.

Já og strákormurinn ætlar að taka herbergið eftir allt saman.

Engin ummæli: