föstudagur, febrúar 13, 2004

Sjaldan er ein báran stök. Nú þegar lítur út fyrir að táin mín sé ekki eins alvarlega sködduð og í fyrstu leit út - hugsanlega bara brákuð eða tognuð - er allt útlit fyrir að ég sé að fá einhverja flensuna. Líður a.m.k. mjög funky sem þýðir annað hvort að ég eigi miður skemmtilega daga framundan eða að ég sé svona eftir mig eftir Dúndurfrétta tónleikana í gær. Því síðara til stuðnings er sú staðreynd að það suðar ennþá fyrir eyrunum á mér. Eru ekki svona mikil og mörg desibel af Pink Floyd og Led Zeppelin hreinlega heiluspillandi fyrir gamlar kerlingar? Hef í öllu falli ákveðið að hafa hægt um mig næsta sólarhringinn og miðað við hvað morgundagurinn verður annasamur er mér sennilega hollast að halda mig heima við í kvöld og hreyfa hvorki legg né lið. Sem þýðir engin sumarbústaðarferð og engir Hraun tónleikar í Hveragerði. Þannig er a.m.k. staðan þessa stundina.

Engin ummæli: