mánudagur, apríl 19, 2004

Ég er að sofna. Mánudagur segir til sín. Því blogga ég aldrei þessu vant til að halda rænu. Ekkert of flókið samt. Hér eru nokkrar myndir sem teknar voru í eins árs afmæli bróðursonar míns um daginn. Á meðan ég reyndi að taka myndir af barninu með myndasímanum var bróðir minn mér að óafvitandi að reyna að taka myndir af okkur saman á almennilega myndavél. Þrátt fyrir þessa samhentnu viðleitni var ekki nokkur vinnandi vegur að ná sæmilegir mynd af okkur saman. Þessar verða víst að duga:

Símamynd 1
Símamynd 2
Símamynd 3

Ég og Gísli Hrafn 1
Ég og Gísli Hrafn 2
Ég og Gísli Hrafn 3
Ég og Gísli Hrafn 4

Engin ummæli: